feet and a dress on sand

Information about the event

Time
16:30 - 18:30
Price
Free
Language

Orðasmiðja | "eins og"

Tuesday May 21st 2024

Hvaða orða saknar þú í íslenskunni? Hvað langar þig að segja upp á nýtt?

Smiðjan leitast eftir að búa til rými fyrir nýja frasa og ný orðatiltæki. Með því að virkja minningar, skynjanir og mismunandi tungumál eða talhætti viljum við búa til nýjan orðaforða fyrir kunnulegar tilfinningar, eða nýjar tilfinningar með kunnulegum orðum. Með því að búa til nýja frasa viljum við skoða sambandið við móðurmálið, við annað mál og sambandið á milli málanna beggja. Þegar við hugsum um heimhaga kemur upp landslag, myndir og minningar og á sama hátt birtist landslagið í tungumálinu. Við viljum finna þessum tilfinningum og þessu landslagi orðaforða. Hvað er eins og eitthvað annað? Hvað er eins og það sem ég vil segja?

Smiðjan er ókeypis, opin öllum aldurshópum og hluti af verkefninu Kærleiksorðræða.
Höfundar smiðjunnar: Karólína Rós Ólafsdóttir, Maó Alheimsdóttir

Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem koma að verkefninu eru hvött til að búa til ný íslensk orð. Eins og titill verkefnisins ber með sér er lögð áhersla á leik að orðum. Öllum nýju orðunum er safnað saman í nýstárlega orðabók sem er geymd á Borgarbókasafninu. Auk þess sköpum við vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum.

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is