Velferðarráðuneytið styrkir Söguhring kvenna um fimm milljónir króna.

Þann 3. júlí undirritaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, samkomulag sem felur í sér fimm milljóna króna styrk velferðarráðuneytisins til Söguhrings kvenna. Eins og flestir áhugamenn um bókasafnið vita þá er Söguhringur kvenna samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) og Borgarbókasafnsins.

Söguhringur kvenna

Til sýnis í bókasafninu í Menningarmiðstöð Hornafjarðar til 15. júlí.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá! sem var hjá okkur í Gerðubergi er nú komin upp og er til sýnis á Höfn í Hornafirði. Við hvetjum fjölskyldur sem eru að elta sólina og eiga leið framhjá um að kíkja við á bókasafninu og skoða þessar skemmtilegu myndir sem þar er að finna!

Þetta vilja börnin sjá

Allir eiga skilið smá pásu frá vinnunni og ætlar okkar yndislegi bókabíll að skella sér í gott sumarfrí í júlí og ágúst. Höfðingi hefur verið að keyra bækur út um alla borgina í allan vetur og því kominn tími í örlitla pásu. 

Aðdáendur bílsins eiga svo von á nýrri áætlun fyrir næsta vetur og verður hún kynnt betur þegar nær dregur september, en þá hittum við hann aftur í góðum gír!

Bókabíllinn er þotinn í frí

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af fjölbreyttri starfsemi safnsins.

Þú færð fjölbreytt úrval hljóð- og rafbóka á rafbokasafnid.is