Agnes Anna Garðarsdóttir bar sigur úr býtum í Bókaræmunni 2017

  • Bókaræman 2017 Agnes Anna Garðarsdóttir

Agnes Anna Garðarsdóttir bar sigur úr býtum í  Bókaræmunni 2017, örmyndasamkeppni unglinga.
Verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 23. nóvember.

Agnes Anna Garðarsdóttir hreppti fyrsta sæti í örmyndasamkeppninni Bókaræmunni með myndband um bókina In a Dark, Dark Wood eftir Ruth Ware.  Agnes sá sjálf um upptöku, klippingu og tónlist og var það samdóma álit dómara að: „Tæknivinna er framúrskarandi. Flæði í myndinni er stórgott og samband texta og myndræns máls mjög skýrt. Höfundur hefur greinilega leikið sér og vandað sig við myndatöku og myndræna tjáningu. Höfundur má vera stoltur af samsetningu myndarinnar“ Hér má sjá vinningsmyndbandið.

Í öðru sæti var myndband um bók Stephen King, Carrie og voru það þær Karolina Irena Niton og Sigrún Helga Geirsdóttir sem deildu upplifun sinni á bókinni. Ummæli dómnefndar eru eftirfarandi: „Það sem bæði einkennir og heillar við þetta örmyndband er áhugi og ástríða fyrir viðfangsefninu – brennandi ástríða sem smitar þann sem á horfir.  Einföld framsetning er brotin upp með smekklegum tæknibrellum sem krydda frásögnina án þess að trufla hana og eru á sama tíma algjörlega í takt við bókina sem um ræðir. Hér er innihaldið ofar umgjörðinni, og naglinn hittir beint á höfuðið." Sjá myndband hér.

Þriðja sæti hlutu svo þær Iðunn Björg Arnaldsdóttir og Nina Solveig Andersen fyrir myndbandið hlykkjóttur vegur en innblásturinn er úr bókinni Allt eða ekkert/ Everything everything eftir Nicola Yoon.
Niðurstaða dómnefndar: "Þetta ljóðræna myndband nær vel viðfangsefni bókarinnar og fallegt myndmál tökunnar ýtir undir draumkennt samband leikaranna. Unnið er með glerveggi Hörpu og þannig er búin til fjarlægð sem síðan er smám saman brotin upp. Everything Everything er falleg örmynd sem getur bæði staðið sem stakt listaverk sem og viðbót við bókina." Sjá myndband hér.
Í dómnefndinni sátu Stefán Máni, rithöfundur, Karl Pálsson leikari og tæknimaður hjá KrakkaRÚV  og Guðrún Baldvinsdóttir formaður dómnefndar, bókmenntafræðingur og starfmaður Borgarbókasafnsins. 

Þetta er í þriðja sinn sem Borgarbókasafnið efnir til Bókaræmunnar, lestrarhvetjandi örmyndakeppni fyrir ungt fólk. Markmið keppninnar er að auka áhuga ungmenna á aldrinum 13-20 ára á lestri bóka og hvetja til skapandi lesturs og túlkunar á bókmenntum. Þátttakendur voru hvattir til að leita nýrra og óhefðbundinna leiða til þess að deila lestrarreynslu með öðrum ungmennum í formi örmyndbands. 

Sjá má öll myndböndin hér

Sjá nánar um Bókaræmuna hér

Styrktaraðilar veita vegleg verðlaun
• Bókabeitan, veglegur bókapakki 
• Nýherji, Lenovo spjaldtölva
• Nexus, 3 gjafabréf 
• Hamborgarabúllan,  máltíðir fyrir 6 
• Myndform gefur 6 bíómiða 
• Stefán Máni gaf nýjustu bók sína Skuggarnir

Nánari upplýsingar:   Hólmfríður Ólafsdóttir;  
holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
Ásta Halldóra Ólafsdóttir; Sími 8471945,  asta.halldora.olafsdottir [at] reykjavik.is

nexus.jpghamborgarabullan-logo.jpgBokabeitan-logo.jpgnyherji_borgarbs.jpglarge_myndform_borgarbs.jpg