Allar fréttir

Nú er sólin komin hátt á loft og fuglarnir farnir að syngja sem þýðir bara eitt: Sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins eru að hefjast! Á hverju ári heldur Borgarbókasafnið frí námskeið í menningarhúsum sínum um alla borg fyrir börn og unglinga í sumarfríi. Nú er um að gera að virkja börnin á skemmtilegan og skapandi hátt því smiðjurnar í ár eru afskaplega fjölbreyttar. Allir krakkar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Smellið hér til að kynna ykkur fjölbreytt framboð á skemmtilegum smiðjum í sumar...

Lokað verður í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins á hvítasunnu, 20. maí, og annan í hvítasunnu, 21. maí. 

Við opnum aftur hress og kát á þriðjudaginn!

Líkt og mörg verkefni Borgarbókasafnsins sem tengjast fjölmenningarstarfi fagnar verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi tíu ára afmæli í ár. Verkefnið gengur út á það að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda og eiga mótin í flestum tilfellum heima í kennslustofum í leik-, grunn- og framhaldsskólum í borginni. Þá fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi.

img_9069.jpg
Menningarmót í Fellaskóla 8. maí

Menningarmót

Laus er til umsóknar 100% staða háskólamenntaðs starfsmanns við Borgarbókasafnið Gerðubergi. Háskólamenntaðir starfsmenn hafa umsjón með ýmsum verkefnum á sviði safnsins og sinna þjónustu við notendur Borgarbókasafns.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með Tilraunaverkstæði og áframhaldandi vinna við uppbyggingu þess. Upplýsingaþjónusta, afgreiðsla, umsýsla safnkosts og önnur verkefni s.s. tengd viðburðum. Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum.

Bokasafn

Lokað er í öllum söfnum Borgarbókasafnsins á uppstigningadag, fimmtudaginn 10. maí. Við opnum aftur hress og kát föstudaginn 11. maí!

Laus er til umsóknar 100% staða háskólamenntaðs starfsmanns við Borgarbókasafnið Gerðubergi.  Háskólamenntaðir starfsmenn hafa umsjón með ýmsum verkefnum á sviði safnsins og sinna þjónustu við notendur Borgarbókasafns.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með Tilraunaverkstæði  og áframhaldandi vinna við uppbyggingu þess. Upplýsingaþjónusta, afgreiðsla, umsýsla safnkosts og önnur verkefni s.s. tengd viðburðum. Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum.

Tilraunaverkstæðið í Gerðubergi
Tilraunaverkstæðið í Gerðubergi

Á laugardaginn kl. 15:00  var tilkynnt um sigurvegara Myndasögusamkeppninnar sem Borgarbókasafnið stóð að í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík og Nexus. Opnaði þá um leið sýning á völdum myndasögum sem sendar voru í keppnina og stendur sú sýning til 27. maí. 

Sigurvegari:
Erna Mist Pétursdóttir

Viðurkenningar:
Emil Logi Heimisson
Loftur Snær Orrason og Tómas Funi Guðbjörnsson
Una Björk Guðmundsdóttir

Erna Mist Pétursdóttir

Verkefni Borgarbókasafnsins og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Heilahristingur, fagnar 10 ára afmæli í ár! Þar geta nemendur í 4.-10. bekk geta fengið aðstoð við heimanám frá sjálfboðaliðum Rauða krossins. Um 70 börn nýta sér aðstoðina vikulega og fer hún fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í Kringlunni, Gerðubergi og Árbæ. Hugmyndin er að koma í veg fyrir brottfall úr námi og að bókasöfnin verði heimavöllur nemendanna. Á undanförnum árum hafa fleiri bókasöfn á landinu bæst við leikinn og geta nemendur nú fengið heimanámsaðstoð m.a.

Heilahristingur
01.05.2018

Gleðilegan 1. maí!

Að sjálfsögðu er lokað í öllum menningarhúsum okkar í dag en þau ykkar sem þyrstir ennþá í réttlæti á morgun geta komið til okkar og flett í eða hlustað á einhver af þeim mörgu verkalýðstengdu gögnum sem safnið hefur upp á að bjóða!

Sjáumst hress á miðvikudaginn!

mai

Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins verður haldin í Hörpu á lokadegi barnamenningarhátíðar

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og fjörug – og langar ræður eru stranglega bannaðar.