Allar fréttir

Föstudaginn 8. september verður hinn árlegi Bókasafnsdagur haldinn hátíðlegur líkt og undanfarin ár. Í ár verður þema dagsins tengt lýðræðinu "Lestur er bestur - fyrir lýðræðið" þar sem lögð verður áhersla á að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu.

Lestrarvinir er nýtt verkefni á vegum safnsins þar sem þeir hjálpa börnum með auka lesskilning þeirra. Sem lestrarvinur heimsækir þú fjölskyldu þar sem þú hjálpar barninu að ná betri tökum á lestri með því að lesa upphátt með því. Lestrarvinurinn heimsækir fjölskyldu barnsins einu sinni í viku, 20 skipti í senn. Þetta er skemmtilegt verkefni sem sameinar fólk auk þess að þjálfa börn með lítinn lesskilning í lestri og glæða áhuga þeirra á honum.  

Fáðu frekari upplýsingar á Fésbókarsíðu Lestrarvina.

Á laugardaginn kemur Söguhringur kvenna saman í Borgarbókasafninu í Grófinni til að hefja nýtt listsköpunarferli. Við hvetjum konur á öllum aldri og af ólíkum uppruna að mæta og vera með og setja sitt mark á heiminn. Íslandskortið sem Söguhringur kvenna bjó til fyrir Kaffitár hefur heldur betur fengið að njóta sín en það eru þó kannski ekki allir sem vita að söguhringurinn eigi heiðurinn af listaverkinu sem prýðir umbúðir og umhverfi fyrirtækisins.

Unnið að Íslandskortinu fyrir Kaffitár

Viðburðaröð Borgarbókasafnsins, Cafe Lingua – lifandi tungumál, hefur teygt anga sína víða og sett svip sinn á samfélagið. Fjölmargir aðilar víða um borgina hafa tekið þátt frá því að þetta fjölmenningarlega verkefni hóf göngu sína. Heill heimur af tungumálum er slagorð verkefnisins og markmiðið er að „afhjúpa” hið fjölbreytta tungumálalandslag Reykjavíkur. Það er þess vegna sérstaklega viðeigandi að sú breyting hafi orðið á verkefninu, að Vigdísarstofnun sé núna formlega orðin aðili að verkefninu.

Café Lingua
Café Lingua - Franska um allan heim
Café Lingua - Tungumálastefnumót
Veröld - hús Vigdísar

Í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík vekjum við nú athygli á hinsegin bókakosti safnsins með skemmtilegri og litríkri útstillingu í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Grófinni.

Föstudaginn 11. ágúst kl. 19 leiðir starfsfólk Borgarbókasafnsins göngu um slóðir hinsegin bókmennta í miðborginni. Athugið að dagsetningunni hefur verið breytt til að forðast árekstur við opnunarhátíð Hinsegin daga.

Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15.

Þátttaka er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Hinsegin bækur á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafnið Grófinni
Hinsegin bækur á Reykjavíkurtorgi | Borgarbókasafnið Grófinni

Öll söfn verða lokuð sunnudaginn 6. og mánudaginn 7. ágúst.

Góða verslunarmannahelgi!

Sýningin Borgarbókasafnsins í Gerðubergi Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri 2. ágúst og stendur hún til 25. ágúst. Frá þessu er greint á fréttavefnum kaffid.is. Þarna verða sýnd myndskreytingar fjölmargra íslenskra listamanna á barnabókum sem komu út síðasta ár.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá

Spánýir, sumarvænir og sólarfælnir lestrarpakkar á Rafbókasafninu! Bækur fyrir börn og unglinga af öllu tagi og gomma af glæpasögum sem henta vel fyrir frídaga – ekki síst fríkvöld og regnvotar nætur:

Nýjar barna- og unglingabækur á Rafbókasafninu

Nýjar spennu- og glæpasögur á Rafbókasafninu

 

Í sumar verður opið hús í nýja tilraunaverkstæðinu  í Gerðubergi alla þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13:00 og 16:00. Við ætlum að fikta saman í Rasberry Pi tölvunum, leika okkur með Little Bits og Makey Makey og prófa okkur áfram með 3D prentarann. 

Engin skráning, eina sem þið þurfið að gera er að mæta með góða skapið og sköpunargleðina! 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6182 

Sumarfikt í Gerðubergi.

Skortir þig áræðni í bókavali? Viltu víkka sjóndeildarhringinn? Dagarðu uppi í sömu hillunni á bókasafninu? Taktu lestraráskorun Borgarbókasafnsins og kynntu þér nýtt og spennandi lesefni sumarið 2017!  Borgarbókasafnið skorar á lestrarhesta að taka lestraráskorun Borgarbókasafnsins sumarið 2017, Lestu betur! Áskorunin er í tveimur þrepum - fjórar bækur eða átta - svo fólk geti sniðið sér stakk eftir vexti. 

1. þrep: