Allar fréttir

Kæru gestir! Nú fer að líða að jólum og margir byrjaðir að skipuleggja hátíðirnar. Þá er jú mikilvægt að vita hvenær bókasöfnin eru opin. Hér að neðan sjáið þið opnunartíma menningarhúsanna okkar þessi jólin. Við hlökkum til að sjá ykkur í hátíðarskapinu!

opnunartimar_jol_2018.png

Öllum myndhöfundum sem gefa út bækur á árinu 2018 er gefinn kostur á að sýna verk úr bókum sínum á farandsýningunni Þetta vilja börnin sjá sem verður opnuð í Gerðubergi sunnudaginn 20. janúar 2019. Sýningin fer á flakk um landið þegar hún verður tekin niður í Gerðubergi. Skilyrði til þátttöku í sýningunni og keppni til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar eru eftirfarandi:

Bókabíllinn Höfðingi keyrir ekki á Kjalarnesið í dag vegna veðurs. Hann verður þar næst þriðjudaginn 8. janúar (ef veður leyfir). Starfsfólk bókabílsins óskar íbúum Kjalarness gleðilegra jóla.

Jólasveinarnir mæla með að gefa skynsamlegar gjafir í skóinn. 

Minningarhylki um John Lennon í tón- og mynddeild Borgarbókasafnsins

Sérstakt minningarhylki um John Lennon er nú til sýnis í tón- og mynddeild Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi. Það er eitt af nokkrum slíkum sem gert var í samvinnu BoxofVision LCC, Rock and Roll Hall of Fame and Museum og Yoko Ono í tilefni af 70 ára fæðingarafmæli Lennons 9. október 2010 og var falið tón- og mynddeildinni til varðveislu.

Pökkunarstöðvar standa fram að jólum í Grófinni og Kringlunni.

Borgarbókasafnið ætlar að leggja sitt af mörkum og hvetja til umhverfisvænni lausna fyrir jólin. Í ár ætla söfnin í Grófinni og Kringlunni að bjóða upp á aðstöðu til innpökkunar þar sem nýttar verða afskrifaðar bækur, tímarit, garn og alls kyns skraut.

Hægt verður að pakka inn jólagjöfunum, búa til jólakort og merkimiða, gjafapoka og finna upp á alls kyns skemmtilegum lausnum í jólainnpökkuninni. 

jolapokkun

Viltu taka þátt í að móta bókasafn framtíðarinnar? Laus er til umsóknar tímabundin 80% staða verkefnastjóra miðlunar og sýningarhalds til eins árs hjá Borgarbókasafninu. 

Borgarbókasafnið hefur markað sér metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu, jafnt í miðlun sem og þjónustu við gesti. Viðburða- og sýningarhald í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á alþýðumenningu, barnamenningu og fjölmenningu, með samveru, upplifun, miðlun og menningarlæsi að leiðarljósi. 

Ertu góður stjórnandi og með brennandi áhuga á menningu og fólki? Við leitum að deildarstjóra í menningarhús okkar í Gerðubergi. Borgarbókasafnið Gerðubergi er alhliða menningarmiðstöð í Breiðholti.

Gerðuberg

Í dag er Norræna bókmenntavikan sett í 22. sinn! Vikan var sneisafull af alls kyns viðburðum á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum. Hér á landi og á hinum Norðurlöndunum verða víða upplestrar, umræður, sýningar og aðrir menningarviðburðir.

Á mánudaginn kl. 14:00 halda okkar kæri borgarbókavörður Pálína Magnúsdóttir, og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri þjónustu- og þróunardeildar, á fund Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í Ráðhúsinu til þess að segja undan og ofan af Framtíðarbókasafninu.