Bókasafnið í Gerðubergi lokar tímabundið vegna framkvæmda

Bókasafnið í Gerðubergi lokar vegna breytinga mánudaginn, 24. apríl nk.  Safnið opnar aftur að rúmlega fjórum vikum liðnum, eða laugardaginn 27. maí.
Athugið að það er eingöngu bókasafnið sem er lokað, önnur starfsemi í húsinu er óbreytt.

Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda gestum og bendum þeim á að kynna sér afgreiðslutíma í öðrum söfnum.