Café Lingua | Lifandi tungumál

Heill heimur af tungumálum!

Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir vorsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis. 

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem hefur aðsetur í Veröld - Húsi Vigdísar. 

Hægt er að fylgjast með í Facebookhópnum Café Lingua - lifandi tungumál

www.borgarbokasafn.is

www.vigdis.hi.is

Dagskrá janúar - maí 2019: 

 

Fimmtudagur 31. janúar kl. 18:00 
Stúdentakjallarinn | Háskóli Íslands: Stefnumót tungumála. 

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Í vor verða öll stefnumót tungumála haldin í Veröld og í Stúdentakjallaranum. 

Fimmtudagur 7. febrúar kl 17:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni: Táknmál

Fimmtudagur 14. febrúar kl. 18:00
Cafe Veröld | Hús Vigdísar: Stefnumót tungumála

Laugadagur 23. febrúar kl. 13:30
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðuberg: Alþjóðadagur Móðurmálsins, fjölskyldudagskrá

Fimmtudagur 28. febrúar kl. 18:00
Stúdentakjallarinn | Háskóli Íslands: Stefnumót tungumála

Fimmtudagur 7. mars kl 17:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni: Pólska

Fimmtudagur 14. mars kl. 18:00
Cafe Veröld | Hús Vigdísar: Stefnumót tungumála

Fimmtudagur 28. mars kl. 18:00 
Stúdentakjallarinn | Háskóli Íslands: Stefnumót tungumála 

Fimmtudagur 11. apríl kl. 18:00
Cafe Veröld | Hús Vigdísar: Stefnumót tungumála

Fimmtudagur 25. apríl kl. 18:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni: Litháíska