Draugasögur

Hvað viltu lesa

Hvernig litist þér á sumarfrí í eyðiþorpi – þar sem ekkert nammi fæst? Nei takk! hefðu systkinin Gunnar og Gyða sagt einum rómi. Þau voru bara ekki spurð. Sem betur fer rekast þau á dularfullu skepnuna Gulbrand Snata og það var líka gott að þau tóku með sér talstöðvar. Þá geta þau njósnað um mömmu og geimverurnar. Svo birtist bréfið frá kafteini Kolskeggi ...

Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir er spennandi saga fyrir lestrarhesta á aldrinum 7 til 12 ára. Brynhildur Þórarinsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir barnabækur sínar og hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna Leyndardómur ljónsins.

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Lestu 1. kaflann hér.

Skrímslið birtist rétt upp úr miðnætti. Eins og þau gera yfirleitt.

En þetta er ekki ófreskjan sem Conor hélt að kæmi. Hann átti von á skrímsli úr martröð sem hann hafði fengið á hverri nóttu eftir að móðir hans hóf lyfjamerðferðina, þeirri með myrkrinu og vindinum og öskrunumm.

Þetta skrímsli er allt öðruvísi. Eitthvað svo ævafornt og villt og heimtar það sem Conor óttast mest af öllu.

SKRÍMSLIÐ VILL SANNLEIKANN.

Einstaklega heillandi saga um ást, missi og von – og skrímsli. Bæði raunveruleg og ímynduð.

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Þín eigin hrollvekja er þriðja bókin í Þín eigin-bókaflokknum sem hefur hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin.

Þín eigin hrollvekja er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er dimmt og drungalegt kvöld, stútfullt af skrímslum og óvættum. Þú getur rekist á vampírur og varúlfa, uppvakninga og illa anda, brjálaðar brúður og tryllta trúða – allt eftir því hvað þú velur.

Yfir fjörutíu ólíkir endar. Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana. Hryllilega góð skemmtun fyrir alla krakka.

Ævar Þór Benediktsson hefur sent frá sér fjölmargar vinsælar barnabækur og staðið fyrir gríðarvel heppnuðum lestrarátökum fyrir grunnskólabörn. Nýjasta bók hans, Vélmennaárásin, var vinsælasta barnabók sumarsins 2016. Myndir gerir Evana Kisa.

Ef þú þorir geturðu farið á heimasíðuna www.harmaadhefna.is. Hún er til í alvörunni. Farðu samt varlega

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Fyrsta daginn í nýja skólanum heyrir Gunnvör söguna um skóladrauginn – gömlu söguna sem allir krakkarnir kunna utan að og eru löngu hættir að taka mark á. En Gunnvör hlustar. Það gæti nefnilega komið sér vel fyrir hana ef draugar eru til.

Skóladraugurinn er spennandi saga um dularfulla atburði sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2016. Inga Mekkin Beck er með próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Skóladraugurinn er fyrsta bók hennar.

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Bækurnar í Goosebumps-bókaflokki R.L. Stine eru flestum kunnar hvar sem er í heiminum. Systkinin Teitur og Tara eru í sumarfríi hjá frænku sinni og frænda. Niðri við strönd finnur Teitur helli sem hann langar að kanna en nágrannakrakkarnir segja að það sé stórhættulegt. Í hellinum búi nefnilega þrjú hundruð ára gamall draugur sem birtist bara á fullu tungli! Teitur veit að þetta er tilbúningur því draugar eru að sjálfsögðu ekki til. Er það nokkuð?

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Hallgerður Evudóttir er nýflutt til ömmu sinnar í Rökkurhæðum. Hún fer að púsla saman sögusögnum af dularfullum atburðum sem þar eiga að hafa gerst og skilur ekkert í að nokkur þori yfir höfuð að búa á staðnum. Þegar Hallgerður kemst á slóðir undarlegs safnaðar sem kallar sig Útverði er hún sannfærð um að hún sé búin að finna uppsprettu illskunnar í Rökkurhæðum. Endalokin er fyrri hluti sjálfstæðs tvíleiks sem slær botninn í bókaflokkinn um krakkana í Rökkurhæðum.

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Síðla kvölds í þrumuveðri og myrkri hittir Svala undarlega konu. Konan er villt en Svala ratar um hverfið og vísar henni til vegar. Í þakkarskyni veitir konan henni þrjár óskir. Svala hefur tækifæri til að láta alla sína drauma rætast og lætur alla varkárni lönd og leið. Það getur nefnilega ekkert klikkað þegar maður fær óskir sínar uppfylltar. Er það nokkuð? Þýðandi: Birgitta Elín Hassell Bækurnar í Goosebumps-bókaflokki R.L. Stine eru flestum kunnar hvar sem er í heiminum. Þær eru þekktar fyrir að vera aðgengilegar og gífurlega spennandi. Hrollurinn felst þó ekki í ofbeldi eða blóðsúthellingum heldur er oftast skondin skýring á furðunum.

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Það er allt að fara í háaloft á Skuggaskeri: þangað stefnir bálreið kona í leit að dóttur sinni, bátar týnast í þykkri þoku og eitthvað skuggalegt er í bígerð. Á meðan situr fólkið í Fagradal og hefur áhyggjur af krökkunum sínum því það virðist ekki vera hægt að sigla út í skerið lengur.

Leyniturninn á Skuggaskeri er þriðja bókin um börnin sem struku úr Fagradal og dularfulla skerið sem þau gerðu að heimili sínu. Sú fyrsta, Strokubörnin á Skuggaskeri, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Vörðurinn stóð eins og hann hafði alltaf staðið, grafkyrr með hendurnar til himins. Hún hristi höfuðið og hló að sjálfri sér fyrir að hafa trúað því að tré gæti lifnað við. Þegar allt fer í háaloft á milli Dísu og vinsældaklíkunnar í níunda bekk flýr hún upp í sveit með foreldrum sínum. Þrjú hundruð árum fyrr situr strákur í sama dal og bíður þess að ófreskja skríði úr eggi. Hvorugt þeirra veit að brátt munu þau hittast og setja af stað atburðarás sem slær við öllum skrímslasögum sem heimurinn hefur þekkt til þessa.

Lestu 1. kaflann hér! 

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Ertu ekkert of gömul fyrir dúkku? spurði mamma og leit á mig út undan sér. – Nehei! sagði ég hneyksluð. – Það eru allar stelpur á mínum aldri vitlausar í svona dúkku. Þær eru heldur ekkert fyrir litlar stelpur. – Hvers vegna ekki? – Þetta eru ekkert venjulegar dúkkur. Eftir tíu ára afmælið getur Kristín Katla loksins keypt sér dúkkuna sem allar stelpur eru með æði fyrir. Henni er alveg sama þótt Pétur tvíburabróðir hennar geri grín að henni – þetta er dúkka fyrir stórar stelpur. En af hverju finnst honum dúkkan óþægileg? Er hún ekki eins blíð og góð og stelpurnar halda? er spennandi saga fyrir lesendur frá átta ára aldri sem fær hárin til að rísa í hnakkanum. 

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Bókin geymir nokkrar magnaðar sögur sem örugglega fá hjarta lesandans til að slá svolítið örar um tíma. Þetta er bók fyrir krakka og unglinga „sem þora! – og auðvitað hina eldri líka, svo fremi að þeir séu sterkir á taugum!“

Sýnishorn úr bókinni

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

R.L. Stine hefur skrifað rúmlega 120 bækur í hinni gríðarvinsælu Goosebumps seríu. Nú koma þær loksins út í íslenskri þýðingu undir heitinu HROLLUR. Bækurnar eru þægilegar aflestrar á kjarngóðri og vandaðri íslensku og GRÍÐARLEGA SPENNANDI! Pabbi Jóa og Mindýjar elskar yfirgengilegt garðskraut. Á næturnar er einhver á ferli fyrir utan húsið þeirra. Einhver sem hvískrar kvikindislega og vinnur alls konar skemmdarverk. Það er auðvitað ekki fræðilegur möguleiki að kjánalegt garðskraut valdi öllum þessum usla. Er það nokkuð?

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

R.L. Stine hefur skrifað rúmlega 120 bækur í hinni gríðarvinsælu Goosebumps seríu. Nú koma þær loksins út í íslenskri þýðingu undir heitinu HROLLUR. Bækurnar eru þægilegar aflestrar á kjarngóðri og vandaðri íslensku og GRÍÐARLEGA SPENNANDI! Zach er nýfluttur í smábæ. Þegar hann reynir að hjálpa Hönnu, nágranna sínum, leysir hann óvart úr læðingi öll skrímslin sem faðir hennar, rithöfundurinn R.L. Stine hefur skapað. Það ætti samt ekki að vera flókið að koma skrímslunum aftur í bækurnar með höfundinn sjálfan sér við hlið. Er það nokkuð?

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

R.L. Stine hefur skrifað rúmlega 120 bækur í hinni gríðarvinsælu Goosebumps seríu. Nú koma þær loksins út í íslenskri þýðingu undir heitinu HROLLUR. Bækurnar eru þægilegar aflestrar á kjarngóðri og vandaðri íslensku og GRÍÐARLEGA SPENNANDI!Þegar Linda eignast forláta búktalarabrúðu verður hún fljótlega fær búktalari en brúða tvíburasystur hennar, Kristu, lætur ekki að stjórn. Eða svo segir Krista. Það vita jú allir að það er búktalarinn sem stýrir dúkkunni. Búktalarabrúður geta ekkert stjórnað sér sjálfar. Er það nokkuð?

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Eftir að hafa lotið í lægra haldi í átökum við hættulega veru lendir Margrét í Hæðabyggð, blokkinni sem í dag gengur undir nafninu Rústirnar.
Á meðan hún leitar leiða til að komast aftur heim upplifir hún af eigin raun hvernig illskan býr um sig í fjölbýlinu og hefur áhrif á íbúa þess. Smám saman fer hún að skilja hvers vegna fullorðna fólkið talar alltaf um atburðinn; það sem gerðist í rústunum í gamla daga, í hálfum hljóðum.

Atburðurinn er sjöunda sjálfstæða bókin um krakkana í Rökkurhæðum og með henni lýkur bókaflokknum í þessari mynd. En sögunni er ekki lokið. Hvaðan kemur þessi illska sem virðist hafa búið varanlega um sig í hæðinni? Atvikin sem lesendur hafa fylgst með benda til þess að illskan sé að magnast en enginn virðist átta sig á samhenginu. Mun hið illa sigra eða munu íbúar Rökkurhæða átta sig á hættunni áður en það er orðið of seint?

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Það er allt að fara í háaloft á Skuggaskeri: þangað stefnir bálreið kona í leit að dóttur sinni, bátar týnast í þykkri þoku og eitthvað skuggalegt er í bígerð. Á meðan situr fólkið í Fagradal og hefur áhyggjur af krökkunum sínum því það virðist ekki vera hægt að sigla út í skerið lengur.

Leyniturninn á Skuggaskeri er þriðja bókin um börnin sem struku úr Fagradal og dularfulla skerið sem þau gerðu að heimili sínu. Sú fyrsta, Strokubörnin á Skuggaskeri, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

 

Það er eitthvað undir rúminu, í myrkrinu, í kjallaranum, í þokunni, fyrir utan gluggann. Eitthvað illt og það er á leiðinni. Átján glænýjar hrollvekjur sem fá hárin til að rísa eftir yngstu rithöfunda á Íslandi.

Lestu 1. kaflann hér!

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Pétur Kristinn er nýfluttur í gamalt hús við Kirkjulund þar sem stuttu áður áttu sér stað hræðilegir atburðir. Hann er samt sannfærður um að þar sé ekkert illt á sveimi … þar til hann rekur augun í dularfullar verur sem eru að baksa í garðinum hans, garðinum sem liggur upp að kirkjugarðinum.

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Léttur spennulestur fyrir börn og unglinga. Bjarni hefur aldrei mátt fara í kjallarann, ekki mamma hans eða systir. Hvað er þarna niðri? Hann er alveg að deyja úr forvitni.

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Fyrst kom Forngripasafnið, næst Náttúrugripasafnið og nú er komin þriðja sagan um Rúnar og krakkana í Ásgarði í bókinni Listasafnið. Uppsetning Forngripasafnsins og Náttúrugripasafnsins heppnaðist vel. Nú er bara efsta hæðin eftir og þar á Listasafnið að vera. En uppi er allt í drasli og fátt til að sýna annað en ómerkileg málverk og ljótar styttur. Pabbi Rúnars fær tilboð um vinnu í útlöndum og biður því mömmu hans að koma frá New York og ljúka verkinu. Til þess fær hún aðstoð úr ýmsum áttum – frá óvenjulegum vinum nær og fjær, krökkunum í Ásgarði og dularfullum fyrirbærum náttúrunnar.

Er bókin inni? Athugaðu á leitir.is!

Funheitt framhald af Gæsahúð 15 - Logandi víti. Hér verða til nýjar hetjur.

Er bókin inni? Athugaðu á leitir.is

Tinna býr með mömmu sinni í Breiðholtinu. Hún á engan pabba og Marta mamma hennar vill ekki ræða það mál. Kvöld eitt birtast tveir stórundarlegir menn í hvítum klæðum í stofunni heima hjá Tinnu. Hvað vilja þeir?

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Þessi Gæsahúð er algjörlega klikkuð! Eins og vísindamaðurinn sem bókin fjallar um! Ekki lesa þessa bók ef þú þolir ekki spennu.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Finnst þér gaman að finna hárin rísa á höfðinu og hroll hlaupa niður eftir bakinu? Þá er þessi bók að þínu skapi! Hér eru fimmtán nýjar og spennandi draugasögur eftir jafnmarga norræna höfunda skreyttar glæsilegum litmyndum.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Úlrik Steins er dáinn. Hann liggur grafinn við ættaróðal Steinsfjölskyldunnar undir virðulegum legsteini. Samt hringir hann í vinkonu sína um miðja nótt og segir: Ég verð að tala. Það er svo einmanalegt að vera dáinn. Komdu til mín! Hvernig getur hann þetta? Draugaröddin er önnur leynilögreglusagan um Jonna og félaga fyrir lesendur frá 10 ára aldri.  

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Eyvindur Þóruson og amma hans búa ásamt tveimur köttum í gömlum bústað við Elliðavatn. Þar hefur lífið gengið sinn vanagang þau þrettán ár sem Eyvindur hefur lifað en nú liggur eitthvað í loftinu. Sami magnaði draumurinn sækir aftur og aftur að Eyvindi - þar æða trylltir hestar um í þoku, jörðin opnast, hverir gjósa og kofar brotna í spón. Örlögin leiða Eyvind upp á öræfi þar sem hann fetar magnaða draugaslóð á vettvangi Fjalla-Eyvindar, Reynistaðarbræðra og síðast en ekki síst nýliðinna atburða sem hann sogast inn í án þess að fá nokkru um það ráðið.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Þegar Gabríel fer að heimsækja afa sinn, gamlan prest á Snæfellsnesi, til þess að vera honum til halds og trausts milli jóla og nýárs hefur hann ekki hugmynd um hvað bíður hans.

Er bókinn inni? Athugaðu á Leitir.is

Gordon, frændi Stefaníu, skrifaði hryllingsskáldsögur, eða svo hélt hún – þangað til hann dó og arfleiddi hana að eigum sínum. Þá komst hún að því, að þótt bækurnar hans væru hrollvekjur, þá voru þær ekki beinlínis skáldskapur. Stefanía kastast út í ógnarveröld blóðsuga, illmenna og holmenna, en fær óvænta aðstoð: Frá spæjaranum snjalla, Skelmi Gottskálks, sem reyndar er ekki þessa heims, heldur beinagrind dauðs seiðkarls.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Nóttin lifnar viðBókin er sjálfstætt framhald af bókinni Margt býr í myrkrinu. Hún fjallar um fjóra unglinga sem lenda í dularfullum hremmingum á Búðum á Snæfellsnesi.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Þessi bók geymir sextán spennandi draugasögur fyrir krakka sem ÞORA! Hér birtast góðir og illir draugar – gamlir og ungir, fornir og nýir. Sumir eiga erindi við lifendur, aðra vantar  aðstoð við að finna frið. Sumir eru jafnvel alls engir draugar þegar betur er að gáð!

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Draslið á safninu blasir við öllum en fleira er þar á kreiki sem minna fer fyrir. Rúnar kynnist Möggu og Lilla í næsta húsi en líka Gunnhildi – hvort sem hún er nú raunveruleg stelpa eða ekki – og saman lenda þau í æsispennandi ævintýri.

Forngripasafnið er fyrsta bókin í nýjum þríleik eftir Sigrúnu Eldjárn, ríkulega myndskreytt saga fyrir krakka á aldrinum 8–12 ára.

Lestu fyrsta kaflann hér!

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

 

Eyju bregður þegar hún lítur út um gluggann á nýju íbúðinni og sér að hinum megin við götuna breiðir gríðarmikill kirkjugarður úr sér. Þvílíkir nágrannar! Þó verður ástandið fyrst svart þegar pabbi hennar kaupir gamla leðurstólinn. Eyja finnur strax að í honum er eitthvað

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Birta eftir Draumeyju Aradóttur.  Birta og Heiðar eru búin að vera á föstu síðan í vor. Famundan er spennandi ferðalag með Gauta, Elísu og Smára út á land til Vöku. Ein og foreldralaus. Birta getur varla beðið... En margt býr í myrkrinu og allt fer ekki eftir áæltun. Draugagangur og djúpur ágreiningur neyðir Birtu til að endurskoða hugmyndir sínar um vináttuna, ástina og lífið, en fyrst og fremst þú um sjálfa sig. Hvað finnst henni gott og vont? Rétt og rangt?

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Ásbjörn litil átti afa sem hann kallaði Afa. Dag nokkurn var Afi dáinn og mamma Ásbjörns sagði að hann væri orðinn engill en pabbi Ásbjörns sagði að hann myndi breytast í mold. Hvorugt var rétt því nótt eina sat Afi á kommóðunni hans Ásbjörns og starði út í myrkrið.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Hanna er tólf ára og dálítið einmana í fríinu því besta vinkona hennar er í sumarbúðum og henni finnst strákarnir stundum algjörir asnar. Einn morguninn læðist nýr strákur hljóðlega eins og vofa út úr næsta húsi - húsinu þar sem enginn býr. Samstundis verða Danni og Hanna bestu vinir en undarlegir og ógnvænlegir hlutir fara að gerast og loks vaknar nagandi grunum um að draugar gangi ljósum logum í þorpinu.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Kæri vinur- ég held ég sé ruglaður. Sé hluti sem ég á ekki að sjá. Tala við fólk sem ég þekki ekki og geri hluti sem ég á ekki að gera. Búinn að lumbra á aumingjum - veit ekki hvernig ... stelpan lætur mig ekki í friði. Unnar er búinn að fá nóg. Hann er lagður í einelti af skólafélögunum og Konni, besti vinur hans, er kominn í hjólastól eftir hörmulegt slys. Undarlegir hlutir gerast sem erfitt er að útskýra og skyndilega er Unnar staddur í öðrum heimi ...

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Gríman sem Klara kaupir sér fyrir hrekkjavökuna er svo óhugnanleg að litli bróðir hennar verður skelfingu lostinn þegar hann sér hana. Hún er svo viðbjóðsleg að vinir Klöru stirðna af ótta þegar hún nálgast og láta fætur forða sér. Loksins tókst henni að verða sér úti um grímu sem slær allt hrekkjavökudót út, en þegar Klara nær henni ekki af sér aftur vandast málið. Hvað er að gerast?

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Sveinn er í sunnudagsbíltúr með fjölskyldu sinni þegar hann finnur galdrastaf ristan í stein suður í Selvogi. Í einni svipan er hann hrifinn aftur til ársins 1713 en á þeim tíma bjó í Selvogi séra Eiríkur í Vogsósum. Sveinn verður þátttakandi í nokkrum þjóðsögum um prestinn fjölkunnuga og vill fyrir alla muni læra hjá honum galdur til að komast til nútíðarinnar aftur, en presturinn leggur fyrir hann ýmsar snörur sem reyna á ráðsnilld stráksa.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Garðar grunar að eitthvað sé að gömlu myndavélinni sem hann og vinir hans fundu. Myndirnar úr henni misheppnasta allar illilega. Á einni þeirra er bíll pabba hans til dæmis í klessu - skömmu síðar lendir faðir hans í hörðum árekstri. En vinir Garðars trúa honum ekki, Sara fær hann meira að segja til að koma með myndavélina í afmælið sitt og taka mynd af sér. Þegar myndin er framkölluð er Sara ekki á henni.

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Dulrænir atburðir eiga sér stað þegar skyggnu tvíburarnir Jenny og David mæta á svæðið...

Skyndilega sáu David og Jenny andlitin. Gríðarstór og uppblásin í öldunum - andlit hinna drukknuðu. Óljósar útlínur, slappt hörund, þrútnar varir og slokknuð augu birtust í öldunni sem reis hærra og hærra og dró þau aftur niður í rústirnar af þorpinu neðansjávar...

Er bókin inni? Athugaðu á Leitir.is

Ógnvekjandi bók, sígild bók, bók sem allir verða að lesa. Frankenstein er kannski frægasta hryllingssaga allra tíma. Elding lýsir næturhimininn. Á sömu stundu sigrast Victor Frankenstein á stærstu ráðgátu vísindanna - og skapar líf.

Er hún inni? Athugaðu á leitir.is!

Sagan fjallar um undarlega atburði sem gerast þegar ung fjölskylda flyst í nýtt hús í nýju íbúðarhverfi. Systkinin Gunnsi og Magga þurfa ekki aðeins að glíma við hvarf heimiliskattarins heldur sækja að þeim allskyns ógnir sem virðast búa í þessu skelfilega húsi. Frásögnin fær hárin til að rísa og kannski ástæða til að vara viðkvæma við henni.

Komin er nótt, eftir sólskin dagsins umlykur myrkrið okkur. Kuldahrollur, kolgrá þoka læðist með veggjum, slagviðri lemur rúður, kræklótt trjágrein teygir kjúkur í allar áttir. Við fyllumst geig. Hugmyndaflugið fer í gang og skapar allskyns skrýpitröll og skögultenntar ófreskjur. Allt fer að iða og braka.

Er bókinn inni? Athugaðu á Leitir. is