Grafarvogur - hverfið mitt!

ljósmyndasamkeppni, grafarvogur hverfið mitt, myndavél, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Ljósmyndasamkeppni fyrir alla Grafarvogsbúa

Menningarhús Spönginni, vorið 2018

Borgarbókasafnið í Spönginni stendur fyrir ljósmyndasamkeppni meðal íbúa Grafarvogs. Keppnin er fyrir fólk á öllum aldri, það eina sem þú þarft er myndavél af einhverju tagi, hvort sem það er myndavél í símanum, í spjaldtölvunni eða myndavél upp á gamla mátann.

Taktu mynd einhvers staðar í Grafarvogi og sendu okkur á netfangið spongin [at] borgarbokasafn.is. Ef þú tekur ekki stafrænar myndir, framkallaðu þá myndina og komdu með hana til okkar eða sendu hana í pósti.

Hver þátttakandi má senda inn fimm myndir, svarthvítar eða í lit. Þær mega vera af skrýtnum/fallegum/sérstökum/ skemmtilegum stað, af landslagi, náttúru, fólki og/eða byggingum.

Skilafrestur er til 14. maí, en 1. júní verður tilkynnt um verðlaunahafa og opnuð sýning á innsendum ljósmyndum á Borgarbókasafninu Menningarhúsi Spönginni.

Hvernig er þinn Grafarvogur?

Facebook-síða viðuburðarins

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
Sigridur.Steinunn.Stephensen [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 1. júní 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

17:00