Heimsálfar

Sunnudagsstundir á öllum heimsins tungumálum

Í vor verður boðið upp á huggulegar sunnudagsstundir á bókasöfnunum í Grófinni og í Gerðubergi. Heimsálfar koma saman og lesa, föndra, syngja og segja sögur saman á ýmsum tungumálum og öllum er boðið að taka þátt. 
Heimsálfastundirnar byrja kl 14:00 og standa yfir í um klukkustund. 

Dagskrá Heimsálfa vorið 2018: 

24. febrúar – Gerðuberg - Alþjóðadagur móðurmála 
Fjölskylduhátíðin Tungumálatöffarar, tónlist og töfrar! Nánari upplýsingar hér

18. mars – Grófin
 Sögustund á frönsku í umsjón Sólveig Simha. Nánari upplýsingar hér

22. apríl – Grófin
Barnamenningarhátíð, 
Sögustund og föndur á arabísku

29. apríl – Gerðuberg
Litháísk sögustund með brúðuleikhúsi

27. maí – Grófin: 
Sögustund á Filipseysku

Heimsálfarnir á myndinni eru hugarsmíð barna á leikskólanum Miðborg. 
 

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is