Heimspekikaffi

Heimspekikaffi - Gunnar Hersveinn

Hamingjan og sköpunarkrafturinn

Sköpunargáfan kemur við sögu í leitinni að hamingju, hún knýr fólk til að gera tilraunir, undrast, efast og endurraða í lífinu. Gunnar Hersveinn rithöfundur ræðir sköpunargáfuna og Hrefna Guðmundsdóttir félagssálfræðingur mun fjalla um hamingjuna og hvort hægt sé með ákveðnum leiðum að auka eigin hamingju.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vel sótt og vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og gestir taka virkan þátt í umræðum. Margir hafa fengið gott veganesti eftir kvöldin eða a.m.k. eitthvað til að íhuga nánar og ræða heima eða á vinnustað sínum. Heimspekikvöldin hefjast klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.
Gunnar Hersveinn hefur frá upphafi haft umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefni sem eru ofarlega á baugi.

Gunnar Hersveinn hefur tekið virkan þátt í samfélagsumræðunni til margra ára og skrifað bækur um gildi lífs og þjóðar. Þær heita Gæfuspor - gildin í lífinu, Orðspor - gildin í samfélaginu og Þjóðgildin - sprottin af visku þjóðar. Hann hefur jafnframt gefið út ljóðabækur, nú síðast ljóðaumslagið Sjöund. Gunnar Hersveinn hefur einnig starfað sem blaðamaður og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir greinaskrif, m.a. viðurkenningu fyrir skrif um friðarmenningu, og framlag sitt sem samfélagsrýnir. Þeir sem vilja kynna sér verk Gunnars er bent á heimasíðuna www.lifsgildin.is.

Það er alltaf eitthvað um að vera í Gerðubergi á miðvikudagskvöldum. Dagskráin á þessu misseri skiptist í Handverkskaffi, Sagnakaffi, Heimspekikaffi og Leikhúskaffi.

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 21. janúar 2015

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

:

Viðburður endar: 

: