Heimspekikaffi ǀ Leitin að svari og ógert líf

Gunnar Hersveinn Heimspekikaffi Gerðuberg Borgarbókasafnið

Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini miðvikudaginn 16. september kl. 20.00 2015

Á fyrsta Heimspekikaffi haustsins fær Gunnar Hersveinn til sín Þórodd Bjarnason myndlistarmann.

Hvert liggur leið? Oft er sagt að allir leiti leynt eða ljóst að hamingju en ef til vill væri betra að segja að allir leiti að svari. Nokkrir telja sig finna svarið og hanga í því eins og það væri haldreipi tilverunnar. Aðrir efast um allt og festa ekki hönd á neinu. En hvert er svarið?
Á örlagastundum sprettur svarið óvænt fram og verður öllum ljóst. Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur tekst á við leitina að svari í mannheimum á heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 16. september og Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður skoðar málið m.a. út frá spurningunni um hvort hægt sé að fullgera lífið eða hvort það sé ævinlega ógert og ósvarað. 

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og gestir taka virkan þátt í umræðum. Margir hafa fengið gott veganesti eftir kvöldin eða eitthvað til að íhuga nánar og ræða heima eða á vinnustað sínum. 

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bækurnar Gæfuspor, Orðspor og Þjóðgildin um gildin í lífinu og samfélaginu. Þóroddur Bjarnason hefur haldið fjölda myndlistarsýninga hér á landi og erlendis, en í verkum sínum fjallar hann oftar en ekki um samskipti fólks.

Allir velkomnir.

Viðbótarefni fyrir áhugasama:
GH: www.lifsgildin.is
ÞB: www.this.is/thoroddur

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 16. september 2015

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

21:30