Heimspekikaffi - Gildin í náttúrunni og jóga í fjallasal

GILDIN Í NÁTTÚRUNNI OG JÓGA Í FJALLASAL

Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini miðvikudaginn 18. febrúar 2014

Samband manns og náttúru er í uppnámi og verkefnið framundan er að koma á nýju jafnvægi en þar koma bæði siðfræði og jógafræði sterklega við sögu. Gunnar Hersveinn rithöfundur mun á heimspekikaffi tengja saman nokkur lykilhugtök milli manns og náttúru og Ásta Arnardóttir leiðsögukona og jógakennari segja frá gönguferðum þar sem fléttað er saman jóga og göngu um hálendisvíðernin ásamt fræðslu um jógavísindin og hvernig þau endurspegla dýpri lögmál náttúrunnar.  

Hvernig má koma í veg fyrir að biðlund, nægjusemi og virðing fyrir náttúrunni glatist í tæknisamfélaginu? Leitað verður að svari á heimspekikaffinu sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin misseri. Þar er fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og viska gesta kölluð fram með skemmtilegum umræðum.

Sjá nánar á vefsíðu Gunnars.

Gunnar Hersveinn hefur m.a. skrifað bækurnar Gæfuspor, Orðspor og Þjóðgildin um gildin í lífinu og samfélaginu.  Ásta Arnardóttir er menntuð leikkona, leiðsögukona og jógakennari. Hún skipuleggur Augnabliksferðir um miðhálendið,  þar sem boðið er uppá jóga í fjallasal og tekur virkan þátt í að efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar.

Allir velkomnir.

Nánar um Gunnar á heimasíðunni Lífsgildin

Nánar um Ástu á heimasíðunni Ásta.this.is
 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 18. febrúar 2015

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

:

Viðburður endar: 

: