Hvað er helst í fréttum?

  • Hvað er helst í fréttum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins

”Hvað er helst í fréttum” er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í Borgarbókasafninu í Grófinni, sem fer af stað fimmtudaginn 3. mars kl. 17.30. Sigyn og Snæfríður Jónsdætur, sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins, taka á móti áhugasömum gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir og benda á það sem er í brennidepli hverju sinni. 
Þátttakendum er einnig bent á hvernig hægt er að taka virkan þátt í samfélaginu með því að koma á framfæri greinum og fréttum við íslenska fjölmiðla. 
Þar að auki gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast þeim mikla fjársjóði sem Borgarbókasafnið hefur upp á að bjóða, hitta nýtt fólk og styrkja tengslin og taka þátt í menningarviðburðum.

Markmiðið er að þátttakendur:

...kynnist samfélagslegri umræðu á Íslandi og fá þjálfun í að fylgjast með fjölmiðlum.
...kynnist mismunandi fjölmiðlum á Íslandi.
...fái leiðbeiningar við að leita að fréttum.
...geti komið með óskir og fengið aðstoð við að skilja betur útvaldar greinar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, og er hugmyndin að stuðla að þátttöku í samfélaginu og skapa vettvang fyrir samræður um samfélagsmál.

Nánari upplýsingar um fjölmenningartengd verkefni Borgarbókasafnsins er að finna hér...

Nánari upplýsingar: 
Kristín R. Vilhjálmsdóttir
Verkefnastjóri fjölmenningar
Borgarbókasafnið | Menningarhús
kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is, 411 6122 / 618 1420