Kóder | Tækni- og tilraunanámskeið

Makey makey  Scratch

Makey Makey og Scratch | Tækni- og tilraunanámskeið

Fyrir 9 - 12 ára

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Miðvikudaginn 22. mars klukkan 15-17

Við bjóðum krakka  tækni- og tilraunanámskeið í Borgarbókasafninu í Kringlunni Þar munu leiðbeinendur Kóder kenna börnum að prófa sig áfram með og læra um smátölvuna Raspberry Pi, Scratch, sem er einfalt forritunarmál, og Makey Makey sem getur breytt alls kyns hlutum í stjórntæki fyrir tölvuna. Hægt er að nota banana, leir eða hvað sem manni dettur í hug til að tengja við tölvu. Námskeiðið er tækifæri fyrir krakka að kynnast, fikta og læra um spennandi tækni og forritun og hvað sé hægt að skapa með henni.

Samtökin Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. 

Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að skrá sig hér eða senda tölvupóst.

Nánari upplýsingar veitir:

Rut Ragnarsdóttir
rut.ragnarsdottir [at] reykjavik.is 
580 6200

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 22. mars 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

17:00