Klassík í hádeginu | Sellóið hljómar

Klassík í hádeginu | Sellóið hljómar

Sigurður Bjarki Gunnarsson og Nína Margrét Grímsdóttir flytja verk fyrir selló og píanó 

Sunnudaginn 5. mars kl. 13.15 - 14.00 

Ókeypis aðgangur

Á fyrstu tónleikum ársins í tónleikaröðinni Klassík í hádeginu í Gerðubergi flytja þau Sigurður Bjarki Gunnarsson og Nína Margrét Grímsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Schumann, Bruch og Debussy. 

Efnisskrá:

R. Schumann (1810-1856): Fantasiestücke óp. 73

I Zart und mit Ausdruck

II Lebhaft, leicht

III Rasch und mit Feuer

 

M. Bruch (1838-1920): Kol Nidrei

 

C. Debussy (1862-1918): Sónata fyrir selló og píanó

Prologue: Lent, sostenuto e molto risoluto

II Sérénade: Modérément animé   

III Finale: Animé, léger et nerveux

Sigurður Bjarki Gunnarsson hóf sellónám sjö ára í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Sigurður Bjarki lauk Bachelors-prófi frá Manhattan School of Music árið 1998 þar sem kennari hans var David Soyer. Sigurður lauk svo mastersprófi frá Juilliard-skólanum í New York árið 2000 undir handleiðslu Harvey Shapiro. Sigurður Bjarki hefur komið fram á tónleikum á Íslandi, Bretlandi, Japan, Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur einnig komið fram með ýmsum tónlistarhópum í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal í Carnegie Hall og Lincoln Center. Sigurður Bjarki hefur verið meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 2002.

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985, LGSM prófi frá Guildhall School of Music and Drama, Meistaraprófi frá City University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York. Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari, með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað fimm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Préalable og Skref. Nína Margrét hefur verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Klassík í hádeginu í Gerðubergi frá upphafi og er ennfremur listrænn stjórnandi Reykjavik Classics í Eldborg Hörpu. Hún hefur kennt við tónlistarháskóla hérlendis og erlendis auk þess að flytja reglulega fyrirlestra og masterklassa um tónlist og tónlistarrannsóknir. Árið 2014 var doktorsritgerð hennar um píanóverk Páls Ísólfssonar gefin út af Lambert Academic Publishing í Þýskalandi. 

------

Klassík í hádeginu hefur verið á dagskrá Gerðubergs frá árinu 2008.
Boðið er upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá sem miðast við að gefa almenningi aðgang að klassískri tónlist og flytjendum í hæsta gæðaflokki. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari hefur frá upphafi stýrt tónleikaröðinni. 

 

Nánari upplýsingar veita:
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari
nina [at] ninamargret.com
899 6413

Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri viðburða
inga.maria.leifsdottir [at] reykjavik.is
411-6188

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 5. mars 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:15

Viðburður endar: 

14:00