Lesbretti til láns

Nú hefur Borgarbókasafnið hafið útlán á lesbrettum. Markmiðið með lánunum er að kynna gestum safnsins þessa tækni semog rafbækur. Á lesbrettunum er úrval bóka á íslensku og ensku, sem allar eru komnar úr höfundarrétti, og gerir það safninu kleift að fara þessa leið. Íslensku bækurnar eru flestar valdar í samvinnu og samráði við aðstandendur www.lestu.is, en þar er að finna fjöldann allan af rafbókum. Ensku bækurnar eru hins vegar héðan og þaðan af netinu. Með brettunum fylgja leiðbeiningar um notkun og listi yfir bækurnar.

Brettin eru lánuð út í 30 daga eins og bækur og er tilvalið að kippa þeim með sér í fríið.