Leshringur fullorðinna í Spönginni

  • Bók

Við lesum að öllu jöfnu eina bók (skáldsögu eða ævisögu) á mánuði og einstaka sinnum einnig ljóðabók að eigin vali. Leshringurinn starfar frá og með september til og með maí. Við lesum allar sömu tvær bækurnar í sumar og tökum þær fyrir í fyrsta leshring haustsins.

Fyrsti hittingur haustsins 2018 er 17. september kl. 17:15, þá verður bók Steinunnar Jóhannesdóttur, Reisubók Guðríðar, og Steinunnar G. Helgadóttur, Samferða, lesnar.

Hvenær: Þriðja mánudag í mánuði kl. 17:15-18:15
Hvar: Borgarbókasafninu Spönginni
Umsjón: Herdís Þórisdóttir, herdis.thorisdottir [at] reykjavik.is
Staða: LOKAÐUR