Margt er sér til gamans gert | textílverk á Veggnum

Textílverk á Veggnum

Ingibjörg H. Kristjánsdóttir sýnir textílverk

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
5. október - 31.janúar 2018

Ingibjörg H. Kristjánsdóttir (Agga) leikskólakennari er fædd 29. júní 1946 á Siglufirði.

Hefur búið í Árbænum síðustu 26 árin. Hún hefur frá barnæsku haft mikinn áhuga á allri handavinnu. Byrjaði fyrst í handavinnunámi 9 ára gömul hjá frú Arnfinnu á Siglufirði.

Í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar fór hún og síðan á Húsmæðraskólann á  Laugalandi Eyjafirði.

Útskrifaðist sem leikskólakennari 1985 frá Fóstruskóla Íslands og starfaði sem leikskólastjóri og leikskólakennari  í 28 ár.

Árið 2000-2001 fór hún í textílnám í Kennaraháskóla Íslands og þar kynntist hún þæfingu á ull. Í framhaldinu fór hún að blanda saman þæfingu og allskonar útsaumi þannig að útkoman varð að myndum þar sem eingöngu eru notaðir þræðir (textílmyndir).

Ingibjörg er í prjónaklúbbi í Ársafni á mánudögum.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 31. janúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00