Myndasögusamkeppni

  • myndasogusamkeppni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófin

Skilafrestur: 30. apríl

Blundar listamaður í þér? Myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík verður haldin í samstarfi við Nexus í ár! Verðlaun verða í boði fyrir þrjár bestu sögurnar og verður sýning haldin með völdum sögum sem stendur yfir í mánuð í Borgarbókasafninu, Grófinni. 

Um keppnina
Þema: Kynjaverur
Aldurstakmark: 10-20 ára
Hámarkslengd: 2x A4 eða 1x A3
Aðferð: Frjáls

Þátttakendur skulu senda myndasöguna sína á Borgarbókasafnið, Grófinni, Tryggvagötu 15, í umslagi merktu "Kynjaverur". 

Úrslit verða tilkynnt laugardaginn 5. maí kl. 15:00 og um leið opnar sýning á völdum sögum sem berast í keppnina. Nexus mun gefa þremur þátttakendum teiknisett og -blokkir og í fyrstu verðlaun er teikninámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík! Nánar um sýninguna.

Nánari upplýsingar veitir:
Ninna Margrét Þórarinsdóttir
ninna.margret.thorarinsdottir [at] reykjavik.is