Myndljóð | Óskar Árni - 11.8.-30.9.

Myndljóð | Óskar Árni - sýning í Borgarbókasafninu Grófinni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
11. ágúst – 30. september 2017

Föstudaginn 11. ágúst kl. 16 verður opnuð sýning á myndljóðum Óskars Árna Óskarssonar. Sýningin er haldin í tilefni af sérstakri hátíðarútgáfu ljóðasafnsins, sem kom út fyrr á þessu ári. Á opnuninni mun Óskar Árni lesa nokkur myndljóð.

Myndljóð Óskar Árna samanstanda af titlum og táknum, nánar tiltekið bókstöfum og greinarmerkjum. Táknunum eða letureiningunum er raðað á síðuna þannig að úr verður mynd, mynd sem titillinn lýsir – og lýsir ekki. Sum ljóðin afareinföld eins og „Dagur fyrir sápukúlur“, en þar stendur ein mannvera – táknuð sem „i“ – á striki og upp frá henni þyrlast sápukúlur – táknaðar sem gráðumerki „°“ og eitt „o“ (stór sápukúla). Önnur eru flóknar smíðar sem illgerlegt er að lýsa.

Ljóðin eru samin á ritvél, nánar tiltekið Silver Reed EZ 21 ritvél. Fyrstu ljóðin birtust árið 1997 í 25. hefti tímaritsins Bjartur og frú Emilía, „sérrit án orða“, en síðan hefur bæst í safnið, meðal annars í Blýenglinum (2015). 

Sýningin er staðsett á fimmtu hæð Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi og stendur til septemberloka.

Nánari upplýsingar veitir:
Úlfhildur Dagsdóttir
Netfang: ulfhildur.dagsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 30. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00