Sagnakaffi - Upprisa kvenna

Upprisa kvenlægrar vitundar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 14. mars kl. 20

Valgerður segir okkur sögur og tengir við sjálfa sig og allar þær konur sem  í dag eru að rísa upp og hafa hátt.  Þetta eru spennandi sögur frá örófi alda, um Undirheimaferðir og Upprisur goðanna.  Við þekkjum öll söguna af upprisu Krists, sum þekkja líka söguna af Ósírís, en ein elsta goðsögnin segir frá Inönnu sem fer í heimsókn til gyðju Undirheima, Ereshkigal. Þar er hún drepin og hengd á krók.  Önnur sögn er af Persefónu, sem er fönguð af Hadesi sem tekur hana með sér nauðuga til Undirheima.  En þessar konur ná að rísa upp og kallast þessar sögur því sterkt á við sögu kvenna og  þá upprisu sem nú er að eiga sér stað. 

Valgerður hefur starfað að málefnum kvenna og starfað með konum í áratugi. Hún hefur haldið námskeið, fyrirlestra og sagt sögur um þessi málefni víða um land. Nánari upplýsingar má fá á síðunni hennar: http://www.vanadis.is

Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku og ritlist hjá Borgarbókasafninu. Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6189 / 664 7718

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00