Skólaheimsóknir í tilraunaverkstæðið

  • tilraunaverkstæðið

Fiktaðu meira!  

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt. 

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Haustið 2017 býður Borgarbókasafnið kennurum að heimsækja safnið og nýta aðstöðuna með nemendum sínum. Þar er hægt að kynna sér á forritun, búa til einfalda tölvuleiki, taka þátt í uppfinningasmiðjum með Little Bits og Makey Makey, vekja frásagnargleðina með Lego Storystarter og gera myndasögur. Verkefnin eru einkum fyrir fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára, þótt laga megi þau að öðrum aldurshópum einnig.  Bóka þarf heimsóknina fyrirfram.

Bókaðu heimsókn!

Kynningarnar fara fram kl. 11 á mánudögum og miðvikudögum. Tekið verður við bókunum frá og með 27. september fram til 1. desember.  Kennarar geta bókað heimsókn hér á vefnum eða með því að senda tölvupóst á andri.mar.kristjansson [at] reykjavik.is.  

Tækniklúbbur Borgarbókasafnsins

Tækniklúbbur safnsins er starfræktur í samstarfi við félagasamtökin Kóder. Hann er ætlaður 9-12 ára krökkum og fer fram eftir skóla alla þriðjudaga.  Á laugardögum eru fjölskyldusmiðjur þar sem foreldrar geta komið og fiktað með krökkunum sínum og lært ýmislegt nýtt.