Skólaheimsóknir í tilraunaverkstæðið

  • tilraunaverkstæðið

Fiktaðu meira!  

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt. 

Bókaðu heimsókn hér!

Vorið 2018 mun Borgarbókasafnið halda áfram að bjóða kennurum að heimsækja safnið og nýta aðstöðuna með nemendum sínum. Kynningarnar eru einkum fyrir fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára þótt laga megi efnið að öðrum aldurshópum. Kynningarnar fara fram kl. 11 á mánudögum og miðvikudögum. Tekið verður við bókunum frá og með 5. febrúar fram til 30. apríl. Í kynningunni fá nemendurnir að kynnast því helsta sem Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins hefur upp á að bjóða. Kynningin er hugsuð sem kveikja að fleiri heimsóknum, hvort svo sem þær eru á forsendum barnanna eða skólans. Kennarar geta bókað heimsókn hér á vefnum eða með því að senda tölvupóst á andri.mar.kristjansson [at] reykjavik.is. Á Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins er hægt að kynna sér forritun, taka þátt í uppfinningasmiðjum með Little Bits og Makey Makey, kynna sér þrívíddarprentun og vínylskerann. Bóka þarf heimsóknina fyrir fram, hægt er að bóka hér.  

Tæknismiðjur Borgarbókasafnsins á þriðjudögum

Tæknismiðjur safnsins er starfræktur í samstarfi við félagasamtökin Kóder. Þær eru ætlaðar 9-13  ára krökkum og fara þær fram eftir skóla alla þriðjudaga milli 14:30 – 16:00. Smiðjurnar eru opnar öllum sem hafa áhuga og eru  nánari upplýsingar má finna í viðburðadagatali Borgarbókasafnsins.

Nánari upplýsingar veitir: 
Andri M. Kristjánsson
andri.mar.kristjansson [at] reykjavik.is
411-6187 / 411-6175