Sumarlestur Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar 2017

Sumarlestrinum er ætlað að hvetja börn til að lesa sem flestar bækur í sumar. Börnin fá miða í bókasafninu fyrir hverja bók sem þau lesa. Á miðann skrifa þau nafn, símanúmer, nafn bókarinnar og gjarnan eitthvað um hana. Umsögnin er svo notuð til að vekja áhuga annarra barna á því að lesa bókina. Vikulega verður dregið út nafn eins lesanda sem hlýtur vinning að launum. Að auki fær einn heppinn þátttakandi vegleg verðlaun í lok sumars. Lesum saman í sumar!

sleipnir-sumarlestur-2016.png