Viltu prófa nýjan vef Borgarbókasafnsins?

  • Viltu prófa nýjan vef Borgarbókasafnsins?

Nýr vefur Borgarbókasafnsins er nú á lokastigum þróunar og viljum við endilega leyfa notendum að prófa hann, bæði til að þið fáið að kynnast honum sem fyrst og eins til að fá viðbrögð ykkar við honum.

Á nýja vefnum er lögð mikil áherslu á miðlun safnkostsins, sem má m.a. sjá í bókaborðum víða á síðunni. Einnig veitir hún notendum mun meiri möguleika á sjálfsafgreiðslu og við mælum eindregið með því að þið prófið að skrá ykkur inn með því að smella á hnappinn „Mínar síður“ og nýta ykkur sjálfsafgreiðslumöguleikana.

mynd_feedback-01.png

Þegar inn á nýju síðuna er komið birtist takki neðst í hægra horninu sem gerir ykkur kleift að senda okkur tilkynningar um villur, eitthvað undarlegt eða bara eitthvað sem ykkur finnst að mætti vera betra, eða bara öðruvísi. Notið þennan möguleika endilega og njótið þess að skoða nýja vefinn okkar - og ykkar.

 

Smelltu hér til að fara inn á nýja vefinn.