Viltu skrifa leikrit?

Leikritunarnámskeið

Viltu skrifa leikrit? | Leikritunarsmiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Miðvikudaginn 14. mars kl 15.30

Borgarbókasafnið býður upp á handritunarsmiðju í tilefni af samkeppninni Sögur sem KrakkaRúv stendur fyrir. Þangað má senda inn smásögu, handrit að útvarpsleikriti, leikriti eða stuttmynd.

Í smiðjunni hjá Borgarbókasafninu einbeitum við okkur að leikrituninni og aðstoðum krakka 9-12 ára við að semja handrit að leikriti, hvort sem er fyrir  leiksvið eða útvarpsleikhús og við að senda það í sjónvarpið eða til KrakkaRúv.

Krakkarnir geta bæði fengið aðstoð við að fullvinna handrit sem þau eru byrjuð á eða að koma sér af stað með skrifin. Þannig að hægt verður að fá leiðsögn á hvaða stigi handritsgerðarinnar sem er. Fleiri en einn geta verið saman um handrit.

Það er til mikils að vinna því ef að handritið ykkar vinnur þá verða leikarar úr Borgarleikhúsinu fengnir til að leika leikþættina, hvort sem er á sviði eða í útvarpinu 

Smiðjan verður haldin miðvikudagana 28. febrúar 7. mars og 14. mars frá 15.30 -17.00 í Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15.

Leiðbeinandi í leikritunarsmiðjunni er Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og rithöfundur.

Hægt er að skrá sig í smiðjuna með því að senda tölvupóst á olof.sverrisdottir [at] reykjavik.is eða í síma 411-6100.

 Síðasti dagur til að skila inn handritum til KrakkaRÚV er 15. mars.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir
olof.sverrisdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411-6189 & 6647718

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:30

Viðburður endar: 

17:00