Viltu taka þátt í að móta bókasafn framtíðarinnar?

Laus er til umsóknar tímabundin staða verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála til eins árs hjá Borgarbókasafninu.

Borgarbókasafnið hefur markað sér skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu. Ný heimasíða er í smíðum sem opnar á nýjungar í rafrænni þjónustu fyrir gesti safnsins. Viðburða- og sýningarhald í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í sífelldri þróun. Lögð er áhersla á alþýðumenningu, barnamenningu og fjölmenningu, með samveru, upplifun, miðlun og menningarlæsi að leiðarljósi. 

Verkefnastjóri heyrir undir fræðslu- og miðlunardeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins. Hann hefur frumkvæði að og umsjón með verkefnum á sviði kynningar- og markaðsmála, stefnumótun, skipulagningu og hugmyndavinnu og sinnir þjónustu við notendur.

Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum. 

Sjá nánar á umsóknavef Reykjavíkurborgar...