Vinnustofa Kóðans | micro:bit

Vinnustofa Kóðans | micro:bit

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Laugardaginn 3. mars 14:00 - 16:00 

 

Borgarbókasafnið og Kóðinn 1.0 í samstarfi við KrakkaRÚV
kynna Vinnustofu Kóðans fyrir ungt fólk á aldrinum 10-15 ára

Langar þig að forrita vélmenni? Búa til einfaldan tölvuleik? Forrita hitamæli? Eða búa til umferðarljós? Komdu þá að forrita með okkur! 
Því forritun er fyrir alla

Komdu á opið hús í Grófinni laugardaginn 3.mars milli kl. 14-16
Og lærðu forritun á skemmtilegan hátt með ofursvölum micro:bit smátölvum. Þú þarft ekki að kunna neitt, bara hafa áhuga á að kynna þér hvað forritun er skemmtileg og skapandi.
Framtíðin er í þínum höndum!

Kóðinn 1.0 er samstarfsverkefni KrakkaRÚV, Menntamálastofnunar, Menntamálaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins sem hefur það markmið að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni og iðngreinum í samræmi við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. . 

Borgarbókasafnið deilir þessari hugsjón með Kóðanum 1.0 og hefur að undanförnum misserum lagt kapp á að kynna börnum og ungmennum forritun í gegnum leik og fikt. Meðal annars með því að opna Tilraunaverkstæði í Borgarbókasafninu í Gerðubergi og halda tækni og forritunartengda viðburði á öllum Borgarbókasöfnum Reykjavíkur.

Viðburðinn má sjá á facebook hér.

Nánari upplýsingar veitir: 

Andri M. Kristjánsson
andri.mar.kristjansson [at] reykjavik.is
411-6187 / 411-6175

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 3. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00