Bókabíllinn Höfðingi á leið í sumarfrí

  • Bókabíllinn er þotinn í frí

Allir eiga skilið smá pásu frá vinnunni og ætlar okkar yndislegi bókabíll að skella sér í gott sumarfrí í júlí og ágúst. Höfðingi hefur verið að keyra bækur út um alla borgina í allan vetur og því kominn tími í örlitla pásu. 

Aðdáendur bílsins eiga svo von á nýrri áætlun fyrir næsta vetur og verður hún kynnt betur þegar nær dregur september, en þá hittum við hann aftur í góðum gír!

.