Fullorðnir

Borgarbókasafn leggur metnað sinn í að þjóna borgarbúum og gestum sem best. Leitast er við að hafa safnkost fjölbreyttann þannig að hann höfði til breiðs hóps og er vel tekið á móti tillögum að innkaupum á efni.  Hægt er að leita að bókum, tónlist, kvikmyndum og öðru í sameiginlega gagnagrunna bókasafna á Íslandi, á leitir.is.

Fullorðnir

Boðið eru upp á fjölbreytta viðburði árið um kring þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að húsnæði safnanna þjóni gestum sem best og sé aðlaðandi þannig að allir finni sig velkomna

Bókasafnsskírteini gildir í öllum sex söfnum Borgarbókasafns, í bókabílnum og í Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar. Árgjald skírteina er samkvæmt gjaldskrá, en öryrkjar og þeir sem eru eldri en 67 ára fá frí skírteini. 

Verið velkomin á Borgarbókasafnið.