Kynjaverur | Myndasögusýning

myndasogusamkeppni

Myndasögusamkeppni og -sýning
Borgarbókasafnsins, Myndlistaskólans í Reykjavík og Nexus

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Opnun sýningar laugardaginn 5. maí kl. 15:00
Sýningin er á 2. hæð og stendur til 27. maí

Myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík er haldin árlega í samstarfi við Nexus! Verðlaun eru veitt fyrir þrjár bestu sögurnar við hátíðlega athöfn laugardaginn 5. maí.
Þetta er í tíunda skiptið sem samkeppnin er haldin. Þemað að þessu sinni er "Kynjaverur" og eru þátttakendur að venju á aldrinum 10-20 ára.

Úrslit í myndasögusamkeppninni verða tilkynnt laugardaginn 5. maí kl. 15:00 og um leið opnar sýning á völdum sögum sem berast í keppnina.
Nexus mun gefa þremur þátttakendum teiknisett og -blokkir og í fyrstu verðlaun er teikninámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík! 

Dómnefnd í ár skipa Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, myndhöfundur, Ninna Þórarinsdóttir kennari í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Droplaug Benediktsdóttir verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds hjá Borgarbókasafninu.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Ninna Margrét Þórarinsdóttir, verkefnastjóri
ninna.margret.thorarinsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 27. maí 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

17:00