Blikksmiðja

Blikksmiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Laugardaginn 13. október kl. 13:30-15:30

Laugardaginn 13. október kl. 13:30-15:30 verður blikksmiðja með Ninnu Margréti  teiknara og hönnuði í Gerðubergi. Ninna mun  leiðbeina börnunum að búa til skemmtilegar furðuverur úr allskonar dóti sem fellur til. Börnin fá svo að spreyta sig á að búa til einfaldar rafrásir og tengja við þær litrík lítil led-ljós sem hægt er að láta blikka og leika sér með. 

Allt efni verður á staðnum og þátttaka er ókeypis.

Nánari upplýsingar veitir:
Bergrós Hilmarsdóttir
bergros.hilmarsdottir [at] reykjavik.is
s. 411 6175 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 13. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

15:30