Rapp og tónlist | Sumarsmiðja

Kött Grá Pje

Texta- og lagasmiðja fyrir 9-12 ára

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Dagana 11.  - 15. júní kl. 10 - 12
Smiðjustjórn: Atli Sigþórsson (Kött Grá Pje) og starfsmenn frá Kóder.

Skráning í smiðju - Smellið hér...

Atli veitir innblástur við textagerðina og tónlistarmenn á vegum Kóder sýna okkur hvernig við forritum eigin tónlistarstef við textana.

Tónlistarmaðurinn og rapparinn Kött Grá Pje og tónlistarmenn á vegum Kóder koma saman og bjóða upp á skemmtilega smiðju þar sem ekki eingöngu er unnið með texta heldur verður einnig tónlistarsköpun. Kóder eru samtök sem vinna að því að kynna forritun fyrir ungmennum og munu starfsmenn kenna þátttakendum á tónlistarforrit. Raspberry pi tölvur sem Borgarbókasafnið hefur nýlega keypt verða notaðar í smiðjunni. 

Smiðjan fær stuðning bæði frá Bókmenntaborginni og Tónlistarborginni Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
Netfang:gudrun.elisa.ragnarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 11. júní 2018 to Föstudagur, 15. júní 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

12:00