Grænu skilríkin mín

Grænu skilríkin mín, My Green ID, umhverfismál, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library, CreaTeams in Library

Sýning um umhverfismál

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni og Grófinni
3. ágúst - 21. september 2018

Umhverfismál eru í brennidepli á sýningunni Grænu skilríkin mín, sem nú stendur yfir á Borgarbókasafninu í Spönginni og Grófinni. Mannkynið stendur frammi fyrir brýnum úrlausnarefnum á þeim vettvangi, við þurfum að taka í taumana!

Hvað getum við gert, sem einstaklingar? Hvernig eru grænu skilríkin okkar? Á sýningunni má lesa hugleiðingar starfsfólks bókasafna í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Litháen og Svíþjóð um stöðu mála, áhyggjuefni, vonir og loforð um hvernig hver og einn hyggst haga umgengni sinni við náttúruna. Bókasafnsgestum er boðið að taka þátt í sýningunni og birta hugleiðingar sínar um þessi mál. 

Stillt er út fræðibókum sem taka á umhverfismálum og dystópískum skáldsögum þar sem sagt er frá hvernig gæti farið ef verstu spár rætast. Látum þær ekki rætast!

Sýningin er liður í fullorðinsfræðsluverkefninu CreaTeams in Library, sem hlaut Nordplus styrk Norrænu ráðherranefndarinnar. Starfsfólk BBS hefur í tvígang hitt starfsfólk bókasafna í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen og Svíþjóð og unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snerta bókasöfn, hlutverk þeirra og stöðu í dag og hvernig megi koma nýjungum inn í starfsemina.

Sjá nánar um Grænu skilríkin.

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 21. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

19:00