Algengar spurningar

Ef þér finnst vanta svör við einhverjum spurningum hér, sendu endilega ábendingu á brjann.birgisson@reykjavik.is.

Hvað kostar skírteini?

Skírteini kostar 2.100kr. á ári en börn og unglingar undir 18 ára aldri, eldri en 67 ára og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir þau.

Bókasafnsskírteini eru innifalin í Menningarkortum, en þau gilda einnig á Listasafn Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavíkur. Sjá nánar um Menningarkortin á menningarkort.is.

Má ég nota skírteini einhvers annars eða má ég lána skírteinið mitt?

Nei. Skírteini Borgarbókasafns eru gefin út á einstakling og er óheimilt að nota skírteini annarra. Eigandi skírteinis ber ábyrgð á öllu efni sem tekið er á skírteinið.

Hvað er gildistími skírteinis langur og hvar get ég notað það?

Gildistími skírteina er eitt ár. Skírteinið gildir í öllum söfnum Borgarbókasafns sem og í Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar.

Hver er útlánstími gagna?

Útlánstími gagna er mismunandi en bækur eru að jafnaði lánaðar út í 30 daga, tónlist í 2 vikur, kvikmyndir í 4 daga og annað myndefni í viku.

Get ég séð á netinu hvað gögn ég er með í láni?

Já. Allir fá úthlutað leyniorði þegar þeir fá skírteini til að skrá sig inn á leitir.is. Þar er hægt skoða útlánasögu, gögn í láni, skiladag, endurnýja lán og panta bækur og annað efni, sem er í útláni.

Hversu háar eru sektir?

Upplýsingar um sektir má sjá í gjaldskrá.

Kemst ég á netið í Borgarbókasafninu?

Aðgangur er að tölvum og internetinu í öllum söfnum Borgarbókasafnsins gegn vægu gjaldi sem finna má í gjaldskrá.

Einnig er þráðlaust net í öllum söfnum Borgarbókasafnsins og geta gestir því komist á netið í fartölvum sínum, símum o.s.frv.

Hvað gerist ef ég týni eða skemmi efni sem ég er með í láni?

Greiða þarf fyrir gögn sem glatast eða skemmast í meðförum lánþega. Viðmiðunargjald fyrir glötuð eða ónýt gögn má sjá í gjaldskrá.

Er hægt að framlengja lán?

Allir fá úthlutað leyniorði þegar þeir fá skírteini.til að skrá sig inn á leitir.is. Þar er hægt að skoða útlánasögu, gögn í láni, skiladag, endurnýja lán og panta bækur og annað efni, sem er í útláni. Einnig er hægt að framlengja lán með því að koma eða hringja á söfn Borgarbókasafns.

Hvar er hægt að sjá hvað er til í Borgarbókasafninu?

Safnkostur Borgarbókasafns er aðgengilegur á leitir.is. Hægt er að leita í gagnsafninu af heimasíðu Borgarbókasafnsins eða beint á leitir.is og komast að hvort ákveðin bók, diskur, mynd eða annað sé inni.

Er hægt að panta bækur eða annað efni?

Hægt er setja pöntun á bækur og önnur gögn með því að fara inn á „mínar síður“ á leitir.is. Athugið að einungis er hægt að setja pöntun á þau gögn sem eru í útláni. Ef bókin eða gagnið er inni er er hægt að hringja í söfn Borgarbókasafns og biðja um að bókin eða gagnið sé tekið frá. Ef bókin eða gagnið er ekki til í því safni sem er næst er hægt að fá sent milli safna Borgarbókasafns sem og Bókasafns Seltjarnarness og Bókasafns Mosfellsbæjar.

Er lesaðstaða í Borgarbókasafninu?

Það er hægt að tylla sér niður í stóla og sófa á ýmsum stöðum í söfnum Borgarbókasafnsins og einnig eru skrifborð sem nota má til lesturs og náms á 2. og 5. hæð í Grófinni, Tryggvagötu 15.

Hvað er hægt að fá að láni í Borgarbókasafninu?

Í söfnum Borgarbókasafnsins er fjölbreytt úrval bóka, tímarita, tónlistar, kvikmynda, tungumálanámskeiða og annars fyrir alla aldurshópa. Auk þess er hægt að leigja eða kaupa myndlist eftir íslenska listamenn í Artóteki Borgarbókasafnsins, sem er í Grófinni, Tryggvagötu 15. Leigan er frá 1.000kr. og upp í 10.000kr. á mánuði. Ef leigjandi vill kaupa listaverkið er greidd leiga dregin frá kaupverðinu. Nánari upplýsingar um útlán, verkin og listamennina er að finna á artotek.is.

Tökum við á móti bókagjöfum?

Nei, því miður getum við ekki tekið við bókagjöfum.