Abdulrazak Gurnah fær Nóbelinn

Tansaníski rithöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi þann 7. október. Í rökstuðningi dómnefndar er talað um einurð hans og hluttekningu í frásögnum af áhrifum nýlendustefnu og örlögum flóttamannsins í gjánni milli menningarheima og heimsálfa. 

Gurnah fæddist árið 1948 í tansanísku borginni Sansibar, en fluttist til Bretlands sem flóttamaður á sjöunda áratug síðustu aldar, í byltingunni gegn Sultan á Sansibar, sem hófst árið 1964. Hann flúði ásamt fjölskyldu sinni árið 1966 en kom til Bretlands tveimur árum síðar. Hann lauk doktorsnámi árið 1982, en ritgerð hans bar titilinn Criteria in the Criticism of West African Fiction, sem þýða mætti sem Forsendur gagnrýni vestur-afrísks skáldskapar. Fimm árum síðar gaf hann út fyrstu skáldsögu sína, Memory of Departure. Hann hefur í tvígang verið tilnefndur til Booker-verðlaunanna, fyrst fyrir Paradise og svo By the Sea.

Gurnah hefur gefið út tíu skáldsögur, sjö smásögur og sjö ritgerðir eða óskáldað efni. 

Memory of Departure (1987), Pilgrims Way (1988), Dottie (1990), 

Paradise kom út árið 1994 og er sögð vera sú bók sem kom Gurnah á kortið, en hún var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread verðlaunanna.

Admiring Silence (1996), By the Sea (2001), Desertion (2005), The Last Gift (2011), Gravel Heart (2017) og Afterlives (2020)

Bækur Abdulrazak Gurnah má finna á Rafbókasafninu.