Aðstaða í Árbæ

Aðstaða fyrir gesti í Árbæ án endurgjalds

Safnið er á 2. hæð og er bjart og vinalegt. Lokuð herbergi eru ekki til staðar en þó er tilvalið fyrir litla hópa að hittast á safninu. Boðið er upp á kaffi og hægt er að skoða blöð, tímarit og bækur. Setaðstaða er góð með notalegum sófum og stólum en á safninu eru einnig borð fyrir þá sem vilja læra eða vinna í tölvu. Þráðlaust net er í safninu og einnig hægt að fá aðgang að tölvu og prenta út gegn vægu gjaldi. 

Í saumahorninu í Árbænum er skemmtileg aðstaða til að taka upp snið, sauma og gera við. Þar er að finna tvær venjulegar saumavélar og eina overlock-vél. Miðað er við að þeir sem nota saumavélarnar séu að mestu sjálfbjarga þar sem ekki verður sérstök aðstoð við saumaskapinn.

Sýninga- og viðburðahald í Árbænum

Listamenn geta lagt inn umsókn um sýningarhald og/eða umsókn um viðburðahald á vefnum. Hægt er að bóka sig hér á vefnum eða hlaða niður eyðublaðinu og senda í tölvupósti ásamt fylgigögnum. Sýningarnefnd Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarnefnd áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær.

Veggurinn
Sýningarveggurinn hentar vel fyrir litlar myndlistarsýningar. 

Stærðin á veggnum er: H:310cm x B:510cm
 

Sjá yfirlit yfir aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

Nánari upplýsingar veitir Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is