Velkomin í Árbæ

Á bókasafninu í Árbæ er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti og er starfsfólk alltaf tilbúið að aðstoða þig við val og leit að efni. Þér er velkomið að nýta þér rýmið – til að dvelja, hitta aðra, nota saumavélarnar eða halda eigin viðburði.

Í Árbæ er boðið upp á skemmtilega dagskrá, allan ársins hring, en allir viðburðir á Borgarbókasafninu eru ókeypis. Alltaf heitt á könnunni! 

Staðsetning  

Við erum til húsa á 2. hæð í verslunar- og þjónustukjarnanum við Hraunbæ 119. Aðgengi er gott bæði hvað varðar bílastæði og er lyfta á milli hæða. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur. 

Nánari upplýsingar um aðgengi á staðnum

Allt um Árbæ

Bókasafnið er bjart og vinalegt og er staðsett á 2. hæð. Lokuð herbergi eru ekki til staðar en þó er tilvalið fyrir litla hópa að hittast á safninu. Boðið er upp á kaffi og te og hægt skoða dagblöð, tímarit og bækur. Setaðstaða er góð með notalegum sófum og stólum en á safninu eru einnig borð fyrir þau sem vilja læra eða vinna í tölvu.  

Barnadeildin 

Í barnadeildinni má finna úrval barnabóka á íslensku og ensku. Barnabækur á fleiri tungumálum má finna í öðrum söfnum okkar og senda má bækur á milli safna. Hér má finna yfirlit þeirra tungumála sem finnast í barnadeildum safnanna. 

Tölvur, skanni og prentari 

Ókeypis aðgengi er að tölvum, prenturum og skanna og einnig er hægt að ljósrita og prenta gögn gegn vægu gjaldi. Sjá nánari upplýsingar um prentun og skönnun.

Saumavélar og saumaaðstaða 

Í Saumahorninu er góð vinnuaðstaða til að taka upp snið, sauma og gera við. Þar er að finna tvær hefðbundnar saumavélar og eina overlock-vél. Hægt er að grípa í lausa saumavél á opnunartímum safnsins en einnig er hægt að bóka vél. Einu sinni í mánuði er boðið upp á Aðstoð við saumaskapinn, þar sem kennt er á vélarnar og veitt aðstoð við hin og þessi verkefni. 

Viðburða- og sýningarhald  

Öllum er frjálst að leggja inn umsókn með tillögu að hverskonar samstarfi, viðburðahaldi, sýningum eða öðrum verkefnum. Hafðu samband og við gerum okkar besta til að svara umsóknum fljótt og vel! Í Árbæ eru settar upp margar sýningar á ári, en sýningarveggurinn hjá okkur hentar vel fyrir minni sýningar.  

Leiðsagnir 

Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir skólahópa og aðra hópa sem vilja kynna sér starfsemi og aðstöðu safnsins.

Hér má kynna sér alla þá aðstöðu sem menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða


Bókasafnið þitt


Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi. 

Skoðið hvað er í boði


Hafðu samband:

Katrín Guðmundsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is  

Borgarbókasafnið Árbæ  
Hraunbæ 119, 110 Reykjavík 
arbaer@borgarbokasafn.is | 411 6250