Frístunda- og félagsstarf

Markmið

Markmið félagsstarfsins í Gerðubergi er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.

Frístunda- og félagsstarfið í Gerðubergi er opið frá kl. 8.30 til 16.00 alla daga. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi sem er ætluð fólki á öllum aldri. Yfir daginn er þar öflug dagskrá með skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn reyndra leiðbeinenda og sjálfboðaliða. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfinu, aðeins að mæta á staðinn. Og svo er auðvitað alltaf heitt á könnunni!

Meðal þess sem er í boði er glerskurður, tréútskurður, myndlist, prjónakaffi, bókband og leikfimi. Sundleikfimi fer fram í Breiðholtslaug og þar er einnig púttvöllur. Þá geta áhugasamir söngfuglar tekið þátt í Gerðubergskórnum, en hann hefur verið starfræktur í fjölda ára. 

Á ákveðnum tímum er frjáls aðgangur að opnum rýmum til spilamennsku og hittings. Húsnæðið er einnig lánað til ýmiss konar námskeiða, hópa- og klúbbastarfs eftir opnunartíma og á meðan opið er ef mögulegt er. Gestir hafa aðgang að tölvu og nýjustu dagblöðin liggja jafnan frammi.
Helgistundir undir stjórn prests/djákna eru haldnar vikulega.

Sjá Facebooksíðu Félagsstarfsins Gerðubergi.

Sjá upplýsingar um félagsstarf á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

 

Opnunartími

Félagsstarfið er opið virka daga frá kl. 8.30-16.00, nánari upplýsingar fást á skrifstofu í síma 411-6195.

Starfsfólk

Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, netfang: elisabet.karlsdottir@reykjavik.is
Einar Jónasson, smíðar
Kári Friðriksson, kórstjóri
Helga Ben, umsjónarkona
Guðbjörn Sigurgeirsson, leiðbeinandi

Veitingar

Kaffihúsið Cocina Rodríguez er starfrækt á efri hæð Gerðubergs. Hægt er að kaupa hádegismat á virkum dögum frá kl. 11.30-13 og á laugardögum frá kl. 13.00. Maturinn er niðurgreiddur á virkum dögum fyrir eldri borgara og öryrkja búsetta í Reykjavík. Opið er á virkum dögum frá kl. 8-18 en á miðvikudögum er opið til kl. 21. Um helgar er opið frá kl. 13-16.

Notendaráð Félagsstarfsins í Gerðubergi

Tilgangur með notendaráði er að rödd notenda heyrist og að starfið beri með sér valddreifingu og unnið sé á lýðræðisgrunni.

Notendaráð skipa: Þorbjörg Einarsdóttir, Erla Hallgrímsdóttir, Sigurbjörg Þórðardóttir, Sigurður Már Helgason, Sigurður Guðmundsson og Hafsteinn Sigurðsson.