Aðstaða í Kringlunni
Aðstaða
Aðstaða fyrir gesti í Kringlunni er án endurgjalds. Gestir geta tyllt sér niður til að læra, glugga í dagblöð, tímarit, bækur og fleira. Einnig er mögulegt að halda fámenna fundi í safninu.
Sýninga- og viðburðahald í Kringlunni
Í Kringlunni eru settar upp smærri sýningar af ýmsu tagi. Listamenn geta lagt inn umsókn um sýningar og/eða umsókn um viðburði hér á heimasíðunni. Sýningarnefnd Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarnefnd áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær. Deildarstjórar safnanna fara yfir og svara umsóknum um viðburðahald.
Sjá yfirlit yfir aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.
Kíktu í sýndarheimsókn gegnum Google Maps í 360° myndum.
Myndirnar voru teknar í júní 2019.
Nánari upplýsingar veitir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri í menningarhúsi Kringlunni
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is