Velkomin í Kringluna

Ertu á leiðinni í Kringluna? Vissir þú að við erum í tengibyggingunni á milli verslunarkjarnans og Borgarleikhússins? Það er því um að gera að kíkja við hjá okkur í leiðinni.

Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Í boði er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum, borðspilum og öðrum safnkosti. Auk þess má finna bækur um kvikmyndir, dans og leikhús enda erum við í næsta nágrenni við Borgarleikhúsið. Starfsfólkið tekur vel á móti þér og er boðið og búið að aðstoða. Og svo er alltaf heitt á könnunni! 

Staðsetning 

Við erum til húsa í viðbyggingu sem tengir Kringluna og Borgarleikhúsið. Aðgengi er gott af neðra bílaplani Kringlunnar við Borgarleikhúsið en einnig er hægt að fara inn við matartorgið í Kringlunni frá efra bílaplani og ganga niður rampinn til vinstri meðfram gluggunum og taka lyftuna eða stigann niður á næstu hæð. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur. 

Nánar upplýsingar um aðgengi á staðnum

Borgarbókasafnið Kringlunni

Allt um Kringluna

Við bjóðum upp á notalega aðstöðu. Börn og unglingar eiga sinn eigin stað í safninu og þau sem eldri eru tylla sér gjarnan við fallegu gluggana, kíkja í nýjustu blöðin og bækurnar og sötra kaffi í leiðinni. Fjölbreytt úrval viðburða er í boði fyrir börn og fullorðna, m.a. hið sívinsæla Leikhúskaffi. Ókeypis er á alla viðburði Borgarbókasafnsins. Þau sem vilja nýta afstöðu safnsins fyrir smærri hópa eða viðburðahald eru hvött til að hafa samband. 

Barnadeildin

Barnadeildin býður upp á úrval barnabóka á íslensku og ensku. Barnabækur á fleiri tungumálum má finna á öðrum söfnum okkar eða senda á milli safna. Hér má finna yfirlit þeirra tungumála sem finnast í barnadeildum safnanna. 

Tölvur, skanni og prentari

Ókeypis aðgengi er að tölvum og skanna einnig er hægt að ljósrita og prenta gögn gegn vægu gjaldi. Sjá nánari upplýsingar um þjónustuna.  

Hringrásarsafnið 

Hringrásarsafnið er samstarfsverkefni með Munasafninu / RVK Tool Library og má finna sjálfsafgreiðsluskápa á safninu. Markmiðið er að bjóða upp á aðgengi að allskonar hlutum og smærri verkfærum. Líkt og þú færð bækur lánaðar, getur þú nú fengið hluti að láni. 

Viðburða- og sýningarhald  

Öllum er frjálst að leggja inn umsókn með tillögu að hverskonar samstarfi, viðburðahaldi eða öðrum verkefnum. Hafðu samband og við gerum okkar besta til að svara umsóknum fljótt og vel! 

Leiðsagnir 

Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir skólahópa og aðra hópa sem vilja kynna sér starfsemi og aðstöðu safnsins.

Hér má kynna sér alla þá aðstöðu sem menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða


Bókasafnið þitt


Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi. 

Skoðið hvað er í boði 


Hafðu samband:

Guðríður Sigurbjörnsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Kringlunni:
gudridur.sigurbjornsdottir@borgarbokasafn.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Listabraut 3, 103 Reykjavík
kringlan@borgarbokasafn.is | 411 6200