Velkomin í Sólheima

Þú verður ekki einmana í safninu í Sólheimum. Safnið er lítið og vinalegt og nándin mikil og er það vel sótt af íbúum hverfisins og öðrum.

Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Við leggjum sérstaka rækt við að sinna börnum með sögustundum og smiðjum en auk þess bjóðum við reglulega upp á viðburði fyrir aðra aldurshópa. Fylgjast má með fjölbreyttri viðburðadagskrá, sem kynnt er á íslensku og ensku á miðlum safnsins, allan ársins hring. Alltaf heitt á könnunni! 

Staðsetning

Safnið er til húsa við Sólheima 23a. Aðgengi er ágætt og bílastæði eru staðsett aftan við húsið. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur.  

Nánari upplýsingar um aðgengi á staðnum


Allt um Sólheima

Safnið okkar er lítið og notalegt á einni hæð. Þrátt fyrir lítið rými er safnkosturinn fjölbreyttur. Ókeypis aðgengi er að tölvum auk þess sem hægt er að koma sér vel fyrir og lesa dagblöð, tímarit eða annað efni. 

Barnadeildin

Það er alltaf gott að kíkja í heimsókn í barnadeildina en þar eru í boði bækur, blöð, spil og kvikmyndir. Boðið er upp á úrval bóka fyrir börn á íslensku og ensku. Barnabækur á fleiri tungumálum má finna á öðrum söfnum okkar eða senda á milli safna. Hér má finna yfirlit þeirra tungumála sem finnast í barnadeildum safnanna. 

Tölvur, skanni og prentari 

Ókeypis aðgengi er að tölvum, prenturum og skanna og einnig er hægt að ljósrita og prenta gögn gegn vægu gjaldi. Sjá nánari upplýsingar um prentun og skönnun.

Viðburða- og sýningarhald  

Öllum er frjálst að leggja inn umsókn með tillögu að hverskonar samstarfi, viðburðahaldi, sýningum eða öðrum verkefnum. Hafðu samband og við gerum okkar besta til að svara umsóknum fljótt og vel! 

Leiðsagnir 

Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir skólahópa og aðra hópa sem vilja kynna sér starfsemi og aðstöðu safnsins.

Sjá upplýsingar um alla aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins


Bókasafnið þitt

Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi.  

Skoðið hvað er í boði


Hafðu samband:

Guðríður Sigurbjörnsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Sólheimum:
gudridur.sigurbjornsdottir@borgarbokasafn.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Sólheimum 23a, 104 Reykjavík
solheimar@borgarbokasafn.is | 411 6160