Prjónakaffi

Ertu með eitthvað á prjónunum?

Gestir geta bókað að þegar hlátrasköllin glymja og þjóðfélagsmál jafnt sem dægurmál eru brotin til mergjar þá er prjónaklúbbur á svæðinu.

Njóttu þess að prjóna eða hekla í góðum félagsskap! 
Og svo er auðvitað alltaf heitt á könnunni...

  • Prjónaklúbburinn í Borgarbókasafninu Spönginni hittist alla fimmtudaga kl. 13.30 - 15.30 og ennþá má bæta fólki í þann góða hóp.
  • Þrír prjónaklúbbar hittast í Borgarbókasafninu Árbæ en eru fullsetnir eins og er. 
  • Langar þig að stofna þinn eigin prjónaklúbb á bókasafninu? Þá er um að gera að hafa samband og við finnum honum góðan stað og heppilega tímasetningu. Mælum með að þú sendir okkur umsókn um samstarf HÉR.

 
Við eigum líka mikið úrval af alls kyns bókum og tímaritum um handavinnu sem hægt er að sækja innblástur í og grípa með sér heim. Hér að neðan má sjá nokkrar af nýjustu bókunum...

Nánari upplýsingar veita starfsmann á söfnunum og einnig er hægt að hringja eða senda línu í tölvupósti:
 arbaer@borgarbokasafn.is | 411 6250
 spongin@borgarbokasafn.is | 411 6230

Materials