Vantar þig aðstöðu?
Í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í boði fjölbreytt aðstaða til að gera allskonar! Til dæmis að:
- grúska í safnkostinum
- læra í ró og friði eða í hóp
- slaka á og lesa
- búa til hlaðvarpsþátt
- hitta aðra eða hanga með vinunum
- setja upp myndlistarsýningu
- halda fund, námskeið eða ráðstefnu
- hitta saumaklúbbinn
- sníða og sauma föt og annað sem þér dettur í hug
- prenta út eigin hönnun í 3D prentaranum
- hanna límstafi og prenta í vínylskeranum
- leika með makey makey, Little Bits, Lego Story Starter eða borðspil
- horfa á kvikmynd, hlusta á tónlist eða lesa myndasögur
Ertu með góða hugmynd að nýrri eða bættri aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins? Sendu okkur þá línu á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is