Hvernig tek ég frá?

Hægt er að leita í safnkosti Borgarbókasafnsins með því að slá leitarorð inn í leitargluggann hér efst á síðunni:

Leitað að efni á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Þegar þú finnur eitthvað sem þér líst á smellir þú á titilinn til þess að fá frekari upplýsingar og valkosti:

Leitað að efni á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Og smellir síðan á „Taka frá“:

Leitað að efni á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Ef þú hefur ekki þegar skráð þig inn verður þér vísað á innskráningu, þar sem þú getur notað annað hvort kennitölu og lykilorð bókasafnskortsins, eða valið „Skrá inn með island.is“ og skráð þig inn með veflykli eða rafrænum skilríkjum.

Athugaðu að ef þú skráir þig inn með veflykli eða rafrænum skilríkjum í gegnum island.is verður þér vísað á forsíðu safnsins að innskráningu lokinni, og þarft þá að leita að bókinni eða efninu aftur til þess að ljúka frátekt.

Í þessu dæmi notum við kennitölu og lykilorð:

Innskráning á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Þegar innskráningu er lokið þarftu að velja hvert þú vilt sækja frátektina og staðfesta:

Frátekt á efni á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Nú ættir þú að fá skilaboð á skjáinn þess efnis að frátektarbeiðnin sé móttekin.

Þú getur séð yfirlit yfir þínar frátektir á „Mínum síðum“. Þeim er skipt í „Frátektir tilbúnar til afhendingar“ og „Frátektir í röð“:

Ath. vegna tæknilegra vandamála sem tengjast nýju bókasafnskerfi er ekki hægt að sækja upplýsingar um „Frátektir í röð“ hér á vef Borgarbókasafnsins. Unnið er er lausn á þessu.

Frátektir í röð á "Mínum síðum" á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Þar kemur meðal annars fram form og titill efnisins sem er frátekið og valinn afhendingarstaður:

Frátektir í röð á "Mínum síðum" á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Á þessari síðu getur þú eytt völdum frátektum ef þú hefur ekki lengur þörf fyrir þær.

Ef þú hefur ekki lengur þörf fyrir frátekt sem er tilbúin til afhendingar getur þú hringt í síma 411 6100 eða sent okkur skilaboð og látið eyða frátektinni.

Bið eftir frátektum

Þú færð senda tilkynningu í tölvupósti þegar frátektin þín er tilbúin til afhendingar.

Ef bókin eða efnið er í hillu á þínu safni er tilkynning vanalega send samdægurs eða daginn eftir. Ef senda þarf efni á milli safna geta liðið nokkrir dagar, þar sem keyrt er á milli safna tvisvar í viku. Og ef öll eintök af bókinni eða efninu sem þú valdir eru í útláni er þínu nafni bætt á biðlista, og þú færð tilkynningu þegar efninu er skilað og röðin er komin að þér.

Athugaðu að til þess að tilkynningin skili sér þurfum við að vita netfangið þitt. Þú getur athugað hvort rétt netfang sé skráð með því að opna „Mínar síður“ og velja „Mínar stillingar“:

"Mínar stillingar" á "Mínum síðum" á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Á sama stað getur þú séð bókasafnskortanúmerið þitt, skráð nýtt lykilorð eða PIN númer ef þarf, og valið sjálfgefinn afhendingarstað gildistíma frátekta:

"Mínar stillingar" á "Mínum síðum" á heimasíðu Borgarbókasafnsins

Ef ekkert eða rangt nefang er skráð getur þú látið okkur vita í síma 411 6100 eða með skilaboðum hér á heimasíðunni og við uppfærum skráninguna.