Information about the event

Time
15:00 - 17:00
Price
Free
Target
Children
Children
Young people
Makerspace

Barnamenningarhátíð | OKið | Segðu þína sögu í Ipad

Tuesday April 20th 2021

Langar þig að gera eigin teiknimynd? Finnst þér gaman að segja sögur? Þá er þessi smiðja fyrir þig. Í þessari smiðju munum við nota forritið Toontastic fyrir Ipad til að segja sögur og búa til teiknimyndir.

Smiðjan er á dagskrá Barnamenningarhátíðar.

Staðsetning viðburðar: OKið, á efri hæð.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 8. (Skráning er opin, skráið ykkur hér neðst á síðunni)
Aldur: Fyrir 10-14 ára.

 

Þar getur þú valið úr fjölmörgum teiknimyndapersónum eða búið til þína eigin til að taka þátt í spennandi ævintýri sem þú skapar sjálf/t/ur. Það er líka tilvalið að 2-3 vinir búi til sögu saman og læri eitthvað nýtt um frásagnarlistina í leiðinni.

Í smiðjunni hafa þátttakendur aðgang að Ipödum og njóta leiðsagnar Vignis Árnasonar, bókavarðar, sem hefur lokið meistaranámi í ritlist.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Vignir Árnason, bókavörður
vignir.arnason@reykjavik.is

Materials