Information about the event

Time
14:00 - 15:00
Price
Free
Talks & discussions

Fagna nýju hlaðvarpi | Anti-Kvíða

Saturday June 4th 2022

Anti-Kvíða er nýtt hlaðvarp sem endurspeglar sálarlíf innflytjenda. Hvernig er hægt að hlúa að sér og eiga í uppbyggilegum samskiptum í fjölmenningarlegu hversdagslífi á Íslandi? Hlaðvarpið skapar rými fjarri félagskvíða og án álags til þess að hátta sig á fjölbreyttum raunveruleika og leita leiða til að finnast maður eiga heima á Íslandi og uppgötva ný tækifæri til að verða hluti af borgarlífinu.  

Hlaðvarpið er fjöltyngt, rétt eins og samfélagið sem það endurspeglar. Það er samansafn af sögum um þar sem fólk mætist, sum eru áreynslulaus, önnur harkaleg, enn önnur sem vekja reiði en einnig eru þau sem eru bráðskemmtileg.

„Hvern sérð þú þegar þú lítur í nýjan samfélagsspegil? Að flytja í nýtt samfélag með aðra menningu getur breytt því hvernig þú upplifir sjálfan þig. Tungumál og samskipti geta reynt á þegar þú byrjar nýtt líf á Íslandi. Hvaða áhrif hefur þetta á þig sem manneskju?“

Á laugardaginn kl. 14 fagna þær sem standa að baki nýja hlaðvarpinu á 5. hæðinni í Grófinni.
Öll velkomin að koma og hitta og kynnast þáttastjórnendum Anti-Kvíða

Viðburður á Facebook

Framleiðandi: Nura Sarmiento, frá Chile. Hún starfar í ferðaþjónustu og við menningarstjórnun og er með með mastersgráðu í menningarfræðum.

Þáttastjórnendur:
Andzela Zumente, frá Lettlandi,  taugasérfræðingur, doula og fangavörður.
Candace Alison Loque, frá Filippseyjum, kennari og með mastersgráðu í sérkennslufræðum og fjölmenningu.
Ignacia Rusell, frá Chile, sérfræðingur í sjónrænni miðlun og kvikmyndum.
Jenny Quintero, frá Venasúela, sinnir vinnu í þjónustugeiranum.
Katarzyna Kamenská, frá Póllandi, með mastersgráðu í hjúkrun.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgarleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is