Siljan 2021 | Myndbandasamkeppni

Ert þú í 5. - 10. bekk?

Myndbandakeppnin Siljan er haldin á hverju ári. Barnabókasetur Íslands stendur að verkefninu í samstarfi við Borgarbókasafnið. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins en keppnin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Siljan 2021

Keppnin er tilvalið verkefni fyrir fjarkennslu og heimaskóla því nemendur vinna sjálfstætt með bókmenntir, sköpun og tækni.

Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.

Þátttakendur búa til 2-3 mínútna myndband með umfjöllun um barna- /unglingabók gefna út á íslensku árin 2018-2020. Myndbandið er sett á netið (til dæmis Youtube) og slóðin send á barnabokasetur@unak.is - ásamt upplýsingum um nafn, bekk og skóla höfunda myndbandsins.

Skólabókasafn sigurvegara úr báðum flokkum fær 100.000 kr. bókaverðlaun.

Skilafrestur er til 12. apríl 2021.


Hér er myndbandið sem sigraði 2019 í eldri flokki, 8.- 10. bekk.


Hér er myndbandið sem sigraði 2019 í yngri flokki, 5.- 7. bekk.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 411-6146