Fræðsla fyrir 13 ára +

Börn og bækur

Langar þig að kveikja áhuga nemenda þinna á öllu því sem bókasafnið hefur upp á að bjóða?

Nú stendur yfir vinna við hönnun nýrrar fræðsludagskrár fyrir 13 ára og eldri þar sem við munum leggja okkur fram um að opna veröld bókasafnsins fyrir ungmennum. Þau vita ef til vill ekki að bókasafnið er góður staður til að hanga á, hitta vini, fá hugmyndir að verkefnum og leita upplýsinga fyrir heimaverkefnin. Þau sem eru minna fyrir lestur og meira fyrir tækni geta fengið að kynnast Tilraunaverkstæðinu og þá sem dreymir um að vinna í útvarpinu geta kíkt í Kompuna og tekið upp sinn eigin hlaðvarpsþátt. Við bjóðum upp á skapandi rými sem býður upp á spennandi tækifæri fyrir kennara sem vilja fara aðeins út fyrir efnið með nemendum sínum. 

Bókið safnfræðslu með því að:
-  senda tölvupóst á fraedsla@borgarbokasafn.is
-  hringja í safnið sem ykkur langar að heimsækja

Nánari upplýsingar um safnfræðsluna veitir:

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is