Myndasögur í Grófinni

Við bjóðum 8. - 10. bekkinga velkomna í heimsókn í unglinga- og myndasögudeildina í Grófinni. Þar kennir ýmissa grasa og kemur líklega mörgum á óvart sem ekki eru fastir gestir á söfnunum okkar! Aðdáendahópur myndasagna er stór og fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á bóklestri er oft gott að byrja á myndríku efni. Myndasagan er afar spennandi listform og við höldum reglulega sýningar  þar sem íslenskir myndasöguhöfundar og -teiknarar sýna verk sín.

Heimsóknin byrjar á fyrstu hæðinni með kynningu þar sem safnkostinum okkar eru gerð skil á myndrænan hátt. Starfsmenn segja frá því sem er vinsælast hjá notendum myndasögudeildarinnar en kynna líka sínar uppáhaldsbækur - við lesum líka myndasögur! Í kjölfar myndkynningar er farið upp á fimmtu hæðina þar sem nemendur fá góðan tíma til að leita í hillum, fá svör við spurningum og aðstoð við að finna spennandi efni sem þeir hafa áhuga á.
 

Nánari upplýsingar og bókanir:
Sunna Björk Þórarinsdóttir, sérfræðingur
sunna.bjork.thorarinsdottir@reykjavik.is