Sögstund með Zetu

Teikning: Ninna Þórarinsdóttir

Zeta kennir um bókasafnið og hvernig á að fara vel með bækur.

Zeta er lítil bókavera sem býr á safninu. Í sögustundinni fá börnin að heyra söguna af því hvernig Zeta varð til og rataði á Borgarbókasafnið. Hún veit allt um bókasafnið og kennir börnunum að fara vel með bækur. Zeta veit ekkert skemmtilegra en að hlusta á góðar sögur og bíður því spennt eftir því þegar börnin koma í sögustund.

Eftir sögustundina fá börnin að gjöf hvert sína litabók, bókamerki og svo fá þau saman veggspjald til að hengja upp í leikskólanum þar sem þau geta rifjað upp með Zetu allt það skemmtilega sem hægt er að gera á bókasafninu.


Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146